miðvikudagur, maí 12, 2004

fór í morgun niðrá nemendaskrá til að forvitnast um það hvernig ég ætti að skrá mig í háskólan, var ekki viss um hvort ég teldist sem nýnemi eða hvort ég væri bara áframhaldandi nemi og hvernig ég ætti þá að bera mig að við skráninguna. Maður hefur nú heyrt hryllingssögur af þeim stöllum sem vinna á nemendaskrá en þær hafa nú aldrei verið dónalegar við mig... Allavega, þá telst ég vera nýnemi og þarf að skrá mig sem nýnema og best af öllu ég þarf að skila inn afriti af stúdentsprófinu mínu, aftur. Það er ekki nóg að ég sé á skrá hjá þeim ennþá og að ég hafi lokið 32 einingum við háskóla íslands, neinei, ég á að skila inn afriti af stúdenstprófinu mínu. Eins og það hafi fallið úr gildi þessi tvö ár sem ég var ekki við nám við skólann. Bull og vitleysa.

Engin ummæli: