miðvikudagur, maí 12, 2004

ég vinn hjá framúrskarandi fyrirtæki, átvr var valið af fjármálaráðuneitinu sem framúrskarandi ríkissfyrirtæki, og því til sönnunnar þá er platti og stytta á borði uppi í mötuneyti. Og þar sem fyrirtæki verður ekki framúrskarandi nema með framúrskarandi starfsfólki þá ákvað átvr að gera vel við framúrskarandi starfsfólkið og bauð upp á rjómatertu og heitt kakó í kaffinu, og já líka snittur. Eins gott að vera rausnarlegt við þetta framúrskarandi starfsfólk svo það freystist ekki til að fara og beita sínum framúrskarandi vinnukröftum einhverstaðar annarsstaðar!

Engin ummæli: