miðvikudagur, maí 12, 2004

Ég er alveg á því að ég ætti að fá áhættuþóknun í starfi mínu. Í fyrsta lagi þá er sumir viðskiptavinirnir mjög illa lyktandi og þá er ég að tala um hlandstækju með vott af spíralykt, svo draga þeir upp hlandgula og skorpna fimm þúsundkallana sem ég pota ofan í poka sem ég klemmi svo aftur, og reyni í leiðinni að taka augun af hörðu horinu sem dinglar niður úr annarri nösinni. Í öðru lagi þá er sumt fólk, og þá er ég að tala um órónana, bara mjög dónalegt, og heldur að þar sem ég vinn í þjónustu starfi, og sérstaklega þjónustustarfi hjá ríkisfyrirtæki, þá eigi ég bara að láta allt yfir mig ganga. Sorry en almennar kurteisisreglur gilda líka um viðskiptavini. Í þriðja lagi þá fyrir utan andlegt álag þá getur mér hreinlega stafað líkamleg hætta af viðskiptavinunum, þetta var staðreyndin í dag þegar ein kona var mjög ósátt við að ég vildi ekki opna fyrir hana flösku, sem hún nota bene var ekki búin að borga fyrir, hún byrjaði að rífast sem endaði með því að ég tók af henni flöskuna og neitaði að afgreiða hana. Þá trompaðist konan, jós yfir mig svífyrðingunum og henti svo í mig bréfpokunum af næsta bás, þegar hún sá að bréfpokarnir voru nú ekki öflugt vopn þá leit hún í kringum sig að einhverju öðru sem væri betur til þess fallið að grýta í mig en komst að þeirri niðurstöðu að búnki af vínblaðinu væri ekkert skárra og strunsaði út.

Engin ummæli: