þriðjudagur, febrúar 03, 2004

jiminn, það að mæta svona snemma í morgun fór bara alveg með mig, ég er búin að vera handónýt í allan dag! málið er að það var frostlaust í nót og líka í dag svo snjórinn byrjaði að þiðna af þakinu og litlir vatnsdropar dropuðu niður á gluggasilluna hjá mér í alla nótt, gluggasillan er úr óþekktum málmi svo það heyrðist svona skemmtilegt dunk dunk dunk eins og þegar krani er óþéttur og lekur í vaskinn. Á endanum reif ég mig fram úr og lokaði glugganum sem deyfði aðeins hljóðið en í staðin varð afskaplega heitt inni hjá mér, svo ég lá og svitnaði og hlustaði á dunk dunk dunk sem auðvitað magnaðist upp með hverjum dropanum sem féll niður. Þannig að ég mætti alveg stjörf úr þreitu, svo gott sem ósofin í kúrs í morgun. Sem var reyndar frekar áhugaverður, við erum núna í svokallaðri histopatalogiu sem þýðir að við erum að skoða smásjársýni úr sýktum líffærum, skoða einkennin, frumur á mismunandi stigum frumdauða, finna frumur sem eru vírussýktar. Nema þá er voða dimmt inni í salnum, öll ljós slökt nema maður hefur lítið lesljós á borðinu og svo skjávarpinn upp á vegg. Ég rétt þraukaði út tíman. Kom heim og lagði mig í smá stund svo ég gæti lært eitthvað, passaði mig að sofna ekki til að ég gæti nú sofið í nótt, þannig að ég náði engri einbeitingu í allan dag. Þetta var alveg handónýtur lærdómsdagur en er samt búin að vera reyna halda mér vakandi. Það er aftur smásjártími á morgun, nema hvað kennarinn kom með þá snilldar tillögu að byrja hálf níu, það voru engin mótmæli við því. En samt, maður þarf að fara snemma á fætur og þess vegna ætla ég að fara koma mér í rúmið núna og reyna ná góðum svefni.

Engin ummæli: