föstudagur, febrúar 06, 2004

ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju Eiríkur er að þykjast vera halda út þessu bloggi sínu, hann bloggar aldrei, setur svona af og til einhverja brandara.

Jájá og hvað er ég að gera vakandi á þessum tíma sólarhrings þegar ég ætti að vera fyrir löngu sofnuð til að getað vaknað snemma á morgun og haldið áfram að læra en svona er nátthrafninn ég.

Ég átti mitt fyrsta alvöru símtal á norsku í dag, ok ég hef alveg talað á norsku í símann áður en það hefur bara verið við ikea fluttningamenn og að panta tíma á heilsugæslunni, ekkert samtal sem á sér stað. En sem sagt Maria hringdi í mig í dag, við erum saman í kollokvie (hópavinna) hún var að athuga hvort ég ætlaði að koma á morgun því þær stúlkur höfðu ákveðið að hittast bara heima hjá Mariu í staðin fyrir að vera niðrí skóla. Hún veit að ég er upptekin við próflærdóm en var bara svona að láta mig vita. Við ræddum um hugsanlegar prófspurningar, yfirleitt koma mikið til sömu spurningarnar en oft búið að skipta út einu litlu verkefni, Maria var alveg viss um að mjólkurkirtlunum yrði skipt út fyrir kynfæri, hún var svekt yfir því að það hefði ekki komið nein spurning um kynfæri á prófinu síðast því hún hafði lært þau svo vel. Skyljanlega því við fengum nokkra fyrirlestra og svo ýtralega verklega tíma um kynfæri, hins vegar fengum við bara tvo fyrirlestra um mjólkurkirtla þar sem Erlend kanditat stóð og roðnaði og blánaði þegar hann þurfti að taka sem dæmi hvar brjóst á konum eru staðsett (hann gat rétt svo mummlað bryster) og svo var einn frekar óþægilegur verklegur tími þar sem við vorum með geita og kúajúgur sem við áttum að pota og prika í. Allavega Maria var alveg handviss um að brjóstunum yrði skipt út fyrir kynfæri en hinar spurningarnar myndu eflaust halda sér að miklu leiti. Maria var líka komin með einhvern leiðindar vírus, er slöpp með smá hita en samt ekkert almennilega veik, sem eru eiginlega leiðinlegustu veikindin, þegar maður er bara slappur í langan tíma, þá er betra að verða bara almennilega veikur og ljúka þessu af. Ég sagði henni að fyrst þannig stæði á þá kæmi alls ekki til hennar á morgun svo ráðlagði ég henni líka að hætta að reykja sem hún sagði að væri bara hættulegt fyrir hana því hún myndi ekki þola fráhvarfseinkennin (Maria reykir rosalega mikið, filterslaustar sígarettur sem hún vefur sjálf, hún reykir svo mikið að hún er komin með gula putta eins og gamall karl sem hefur reykt í 50 ár, og ég hef m.a.s. bent henni á það, ég sagði "Maria du har gule fingre som en gammel man som har røykt i 50 år" Maria leit þá á gula puttana og nuddaði aðeins til að sjá hvort liturinn færi ekki, þegar það bar engan árangur þá ypti hún bara öxlunum)

Engin ummæli: