föstudagur, febrúar 06, 2004
ég uppgötvaði núna í vikunni að ég er álitin vera frekar gáfaður einstaklingur, svo gáfuð reyndar að mér virðist bara ekkert vera ómögulegt. Þetta setur á mig óvænta pressu því ég hef aldrei álitið sjálfa mig vera neitt gáfaðri en aðrir, ég er t.d. handónýt í trivial, Þóra er miklu betri en ég, ég skil stærðfræði ágætlega en er alveg agaleg í hugareikningi. Eina sem ég veit að ég er virkilega góð í er efnafræði, því miður þá liggur áhuginn bara ekki þar, mig langar ekki til að vinna á rannsóknarstofu plús þá þyrfti ég að læra meiri stærðfræði sem mér finnst leiðinleg. Og hvað gerðist sem olli því að ég komst að þessu, jú þar sem ég var nú að hefja próflestur fyrir próf sem ég hafði fallið í og það var próf nr 2 sem ég féll í og ég féll á prófinu sem ég tók eftir það (en náði því svo í þriðju tilraun!) þá breytti ég msn nafninu mínu í Herdís = vitleysingur sem fellur á öllum prófum. Allt í einu fór fólk að spyrja hvað þetta ætti nú að þýða, hvort ég hefði verið að falla á einhverju prófi og hvort þetta væri nú ekki bara leti í mér (sem er að vissu leiti satt heh..) Eins og ég geti ekki fallið á prófi eins og hver annar, veit ekki betur en allar mínar gömlu vinkonur hafi fallið á prófi og afhverju er það svona agalegt þegar ég geri það líka. Svoleiðis hlutir gerast þegar maður flytur í nýtt land, byrjar í erfiðu námi á tungumáli sem maður kann ekki og þarf að læra það í leiðinni. Allt í einu áttaði ég mig á því að það virðast allir halda að henni Herdísi geti ekki mistekist og henni eigi ekki að mistakast því hún sé svo gáfuð. Svo ræddi ég þetta mál við Hjördísi á msn og þar stundi hún upp að hún vildi óska að hún væri jafn gáfuð og ég! fyrirgefðu Hjördís mín en ég hef aldrei talið að þú værir neitt minna gáfuð en ég, ég var bara svo hissa þegar þetta birtist á skjánum að ég gat bara ekkert sagt nema bara slegið því upp í grín. Svo það bara þyrmdi yfir mig að fólk hefur bara væntingar til mín, að ég standi mig og geri svo einhverja merka hluti, ég verð að segja að ég var bara miklu sáttari þegar ég hélt að fólk væri bara ekkert með neinar væntingar (ekki að ég hafði nokkurn tíman hugsað út í það) ég var bara hérna fyrir sjálfa mig, ég ákvað að fara í dýralækninn (reyndar áður en ég vissi að þetta er víst erfiðasta nám sem maður getur farið í, fékk að vita það eftir að ég var byrjuð í skólanum) ég sjálf hafði væntingar til sjálfs míns en það var samt meira þannig að ég yrði að klára þetta því ég vissi ekki hvað annað ég ætti að læra fyrst að líffræðin var ekki það sem ég var að leita að. Þannig að þetta er bara miskilningur hjá fólki, ég er engin súper Herdís, ég fell í prófum og ég get ekki allt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli