Á föstudaginn bauð ég íslenska genginu í partý til að fagna nýju húsgögnunum og einnig svona síðbúin innfluttningsgleði. Gerðist nú svo sem ekkert merkilegt, en það var gaman að fá alla í heimsókn. Hildigunnur og Hjalti skemmtu sér svo rosalega vel að þau vært í rúminu mínu seinni hlutan. Fólkið fór svo heim rúmlega fjögur þegar þau skötuhjúin rumskuðu. Arnar var voða duglegur við að taka myndir á myndavélina mína svo það er engin mynd af honum...
Restin af helginni var mjög viðburðarlítil, reyndar komu íslendingarnir saman á laugardeginum og horfðu á íslenska idol, ég steingleymdi þessu þannig að þegar Agnes hringdi í mig þar sem sýningin var að hefjast til að spyrja hvort ég væri nú ekki að koma þá var ég ennþá á nátbuxunum og ekki búin að fara í sturtu, svo ég nennti ekki að fara gera mig til, koma mér á staðinn og rétt ná síðustu mínútunni. Sunnudagurinn fór í lærdóm að vissu leiti, ég tók mig til og skipulagði allar fysiologi og anatómiu glósurnar mínar sem voru í algjörri óreiðu eftir síðasta próflestur og svo las ég aðeins í ónæmisfræðinni sem ég er að læra núna.
Á morgun þarf ég að vakna snemma, fer í verklegt klukkan 8!! algjör dónaskapur að láta mann mæta svona snemma...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli