fimmtudagur, janúar 29, 2004

í dag er merkisdagur, en fram til dagsins í dag þá hafði ég farið í gegnum lífið án þess að vita að þessi dagur væri svona merkilegur og hvað er svona merkilegt við þennan dag? jú það er nafnadagurinn minn! ég var í mínu mesta sakleysi að klæða mig eftir verklegt þegar bekkjarsystir mín óskar mér til hamingju með nafnadaginn og ég hrópa auðvitað upp "á ég nafnadag!" hér eftir mun ég ávalt fagna á þessum degi.

Ég er byrjuð í nýjum áfanga sem kallast Allmenn sykdomslære og höfum í þessari viku verið í ónæmisfræði, þetta er nú mikið til sama efni og farið var yfir í ónæmisfræðihlutanum í frumulífræðiáfanganum góða í líffræðinni sem er nú bara alveg ágætt. Við erum svo búin að fara í tvo verklega tíma, í gær vorum við að einagra hvít blóðkorn úr blóði, lita og skoða ég og Vero fundum bara tvær tegundir. Í dag gerðum við óléttupróf fyrir tíkur, tíkin okkar Vero var ekki ólétt og svo gerðum við gigtarpróf. Sem sagt bara skemmtilegir verklegir tímar.

Engin ummæli: