þriðjudagur, janúar 27, 2004

í gær fór ég enn einu sinni í ikea og keypti rimlagluggatjöld, þegar ég er nýkomin inn og er að labba í gegnum sófadeildina heyri ég kallað á mig, þá er það Anja bekkjarsystir mín og litli bróðir hennar, þau eru að kaupa hillur og eru að tala við ikea-starfsmann, það er eitthvað vesen því hillurnar eru búnar og það þarf að sérpanta þær. Á meðan Anja er að vesenast í hillunum þá tillum við bróðirinn okkur í næsta sófa og bróðirinn fer að tala um vesenið á þessari systur sinni og kærastanum hennar. Þau þrjú eru að kaupa sér íbúð og fóru nýlega í ikea að skoða hillur, bróðirinn (sem ég man ómögulega hvað heitir því þótt Anja hafi sagt nafnið hans tvisvar við mig þá heyrði ég það ekki almennilega...) keypti sér umræddar hillur í herbergið sitt en Anja og kærastinn ætluðu að hugsa betur málið, svo núna voru hillurnar búnar og þurfti að sérpanta plús að þau þurftu aftur að borga heimsendingar gjald. Bróðurnum fannst það alveg vera 450 kr sem hefðu getað nýst í eitthvað annað gagnlegra. Svo förum við að ræða um það hvernig maður getur ekki farið í ikea og bara keypt það sem maður ætlaði að kaupa, maður endar alltaf á því að kaupa meira. Allt í einu segir hann svo við mig "svo þú ert frá Íslandi?" og ég bara "já.." "þú hljómar ekki eins og íslendingur" "hljóma ég ekki eins og íslendingur?" "nei ég á tvo vini frá íslandi og þau tala öðruvísi en þú" Því miður komst ég ekki í það að spyrja hvernig ég hljómaði, fyrst ég tala ekki með íslenskum hreim með hvernig hreim tala ég þá! ég alveg afskaplega forvitin núna, en reyndar... í dag var hópavinna og ný stelpa í bekknum Torunn er með mér í hóp og hún hélt fyrst að ég væri frá Bergen, sem ég skil ekki alveg þar sem fólk frá Bergen skrollar og ekki skrolla ég...
En það er alveg rosalegt hvernig ikea platar mann til að kaupa hluti, eins og þegar við gengum í gegnum eldhúsáhöldin og fram hjá stafla af glösum og Anja hrópar upp "12 glös á 29 kr!" og réttir ósjálfrátt út hendina til að grípa í bakka, allt í einu áttar hún sig og segir "neih! okkur vantar ekkert glös.." Þar skildu svo leiðir því ég fór yfir í gardínudeildina og þau að sækja þessa einu hillu sem þó hafði verið til. Ég rakst svo aftur á þau við útganginn og auðvitað var ég ekkert bara með gardínurnar heldur hafði ég líka keypt sessur á klappstólana mína, ljósaperur (sem mig reyndar vantaði í nýja lampann) og svo nýtt púðaver utan um stóra púðan minn. Ég var næstum því búin að kaupa fleiri hluti en náði sem betur fer að hafa stjórn á mér.
Þegar ég kom heim hrindi ég svo í Hjalta og pantaði borinn hans og það var alveg sjálfsagt mál að ég fengi hann lánaðan og Hjalti kom með borinn í skólann í dag. Þannig að eftir skóla í dag var ég ansi verkamannaleg þar sem ég stóð út í glugga með borinn i hendi og skrúfur í munninum og hengdi upp fínu rimlana mína. Og rosalega er ég ánægð að vera loksins komin með rimla, núna get ég dregið almennilega frá og fengig dagsbirtu inn án þess að allur heimurinn horfi inn til mín :)

Engin ummæli: