ég held mér hafi gengið allt í lagi á prófinu og ég hafi ekki verið að skrifa einhverja böllvaða vitleysu, kemur í ljós hvort að kennararnir séu sammála mér. Eftir prófið fór ég í langþráða verslunarferð í ikea og keypti mér sófa, í pásum í próflestrinum þá er ég búin að liggja á
ikea.no og skoða og pæla í sófum. Aðal kröfurnar voru auðvitað verð og þar á eftir stærð, aðal keppendurnir voru hinn klassíski
Klippan og svo nýliði ársins
Mysinge Eftir miklar pælingar í ikea, prufusetingar, skoðun á áklæðisprufum, skoðun á sófunum í mismunandi umhverfi varð Mysinge fyrir valinu, hann var til í skásta litnum, var aðeins lengri en Klippan og þess vegna hægt að liggja í honum við sjónvarpsáhorf (mikilvægt atriði) og svo rúsínan í pylsuendanum með engri fyrirhöfn breytist hann í einbreitt rúm! svo keypti ég sofaborð og borð undir sjónvarpið svo rak ég augun í ódýran standlampa og þar sem mér vantaði extra lampa þá skellti ég mér á hann líka. Þar sem mér fannst sófinn ekkert vera rosalega fallegur í ikea og ég var ekki alveg viss með áklæðið, ljós beis kallast það víst og var það skásta þá keypti ég líka nokkra púða, svona til að geta allavega hulið sófann að hluta til. Ég sem hef alltaf undrast á fólki sem kaupir sér ljós húsgögn þar sem það sést alltaf svo fljótt á þeim er núna orðinn stoltur eigandi af ljósum sófa, ástæðan fyrir því? jú þetta var skásti liturinn og það má líka taka það af og þvo á 60.
Í ikea voru lika til rimlagluggatjöld, ég er ætla að kaupa mér rimla svo ég geti dregið betur frá glugganum hjá mér, nema það voru bara til trérimlar og þótt þeir væru ódýrir af trérimlum að vera þá tímdi ég því ekki, en svo voru til grá/silfruð rimlagluggatjöld sem mér fannst vera eitthvað svo dökk, þannig að ég hugsaði með mér að ég myndi kíkja í rúmfatalagerinn daginn eftir (föstudeginum) Þar sem ég var að kaupa sófa þá tók extra dag að fá dótið sent heim, það tekur heilan dag að senda sófann frá einu vöruhúsi yfir í annað svo á föstudeginum þá fór ég í rúmfatalagerinn en sá enga spennandi rimla þar hins vega sá ég að nágrannar mínir hafa fjárfest í gráum ikea-rimlum og það lítur bara vel út og maður sér ekkert inn jafnvel þótt þeir séu næstum því allveg opnir og kveikt á ljósum fyrir innan (ok maður sér að það kveikt á ljósi en ekkert annað) þannig að ég er að pæla að fara eftir skóla á morgun aftur í ikea og kaupa mér svona rimla. Í gær þurfti ég svo að bíða eftir dótinu en það átti að koma milli 10 og 15. Svo hófst samsettningin og ég var svo heppin að það fylgdi með heilt stjörnuskrúfjárn með sófanum! plús þessi venjulegi sexkantur. Allavega þá er íbúðin mín heldur heimilislegri nú en áður og er ég bara mjög sátt.
Fyrir
Eftir
Og svo er öll myndaserína
hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli