þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Ég er búin að skipta um lið. Síðustu ár hef ég tilheyrt PC-eigendum en frá og með deginum í gær þá er ég orðin macintosheigandi og sit hér nú og pikka þessi orð á nýju ibook tölvuna mína. Í hjarta mínu hef ég samt alltaf verið makka manneskja en þegar ég keypti fornaldargripinn minn á sínum tíma þá var ekki komin þessi samhæfing á milli kerfa svo að þá var gáfulegra að kaupa pc upp á skólann og svona. En nú, þegar fornaldargripurinn er í dauðaslitrunum, þá var ekki spurning hvað ég myndi fá mér. Og svona til að minna mig á það afhverju ég er að fara henda gömlu tölvunni þá fraus hún á meðan ég var að flytja skrárnar á milli núna áðan. En úff hvað það er ljúft að vera komin með almennilega tölvu þar sem maður þarf ekki að nota eyrnatappa því hávaðinn í viftunni er svo mikill, og ekki að bíða í 5 mínútur eftir að forrit opnist. Reyndar er nú hafið aðlögunartímabil, hvað er hvar og svona en þetta er allt að koma. Fór svo í dag og keypt mér tösku, konan í búðinni var alveg afskaplega indæl, hún hafði nú einhverjar áhyggjur af því að bakpokinn sem ég valdi væri of lítill og sagði að ef svo væri þá skildi ég bara koma aftur á morgun og þá gæti ég valið annan poka eða fengið endurgreitt. Já hér í Noregi getur maður fengið endurgreitt, eitthvað sem íslenskir verslunareigendur mættu alveg athuga. Reyndar passar bakpokinn alveg, sem er gott því ég var ekki alveg jafn hrifin af poka nr 2. Það er svona þegar maður á svona litla og pena tölvu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli