miðvikudagur, febrúar 18, 2004

búin að panta bæði far fyrir dótið og sjálfa mig í næstu viku. Samskip fá þann heiður að flytja dótið mitt, sendi fyrirspurn til Eimskip og Samskip um kostnað síðasta fimmtudag og ég er ekki ennþá búin að fá svar frá Eimskip, hins vegar fékk ég svar frá Samskip morguninn eftir. Greinilegt að Eimskip nennir ekki að vera flytja svona lítið dót fyrir fátækan stúdent. Svo fékk ég ódýrt flug næsta miðvikudag, auðvitað þurfti ég að kaupa miða fram og til baka því maður getur bara keypt miða aðra leið á buisness class, á tæplega 70 þús. Skil það ekki. Svo að ég keypti miða fram og til baka á rúmlega 20 þús í staðin. Svo eru flugleiðir búnir að gera einhverja breytingu á leitarvélinni hjá sér þannig að núna er ennþá verra að leita að ódýru flugi heldur en áður. T.d. þá er default verðflokkur hjá þeim buisness class þannig að maður þarf alltaf að breyta því við hverja leit. Svo ef maður finnur ekki flug á ásættanlegu verði og byrjar aftur þá þarf maður að setja inn allar upplýsingar upp á nýtt í staðin fyrir að breyta bara dagsettningu. Og svo eru þeir alltaf að auglýsa einhver tilboð, lucky fares og crazy jump og fleiri skemmtileg heiti og svo eru einhver fín verð og maður klikkar á book now! og maður fær upp fínan glugga og setur inn dagsetningar og tata! færð þetta líka fína sæti á buisness class báðar leiðir á 70 þús (kostar jafn mikið og fara bara aðra leið) Afhverju getur ekki bara komið upp gluggi sem segir að uppselt sé í þessi sæti?

Engin ummæli: