sunnudagur, febrúar 15, 2004
þá er maður búinn að hugsa málið og já... ég er að koma heim. Er hætt í dýralækninum og ætla klára líffræðina. Mér finnst þetta ekki vera þess virði að eyða næstu fjórum árum í stressi og prófkvíða. Svo nú er bara að pakka, senda dótið heim. Á eftir að skrifa bréf það sem ég segi formlega að ég sé hætt, Ellen sem sér um nemendamál (minnir að hún heiti það) bað mig líka um að taka fram afhverju ég væri að hætta, hvað það væri við skólann sem ég væri ekki sátt við. Ég er nú ekki sú fyrsta sem hætti í bekknum, og nokkrir sem hafa ákveðið að taka sér pásu eru að hugsa málið og koma kannski aftur. Þannig að næstu mánuði verð ég að selja áfengi og svo næsta haust líffræðin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli