Ég varð vitni að eftirfarandi samræðum í nammbiðröðinni í bíóinu í gær. Jenný, nýbökuð móðir rakst á stelpu sem hún þekkir.
Stelpan: Er Hlynur bara heima að passa?
Jenný: Nei... hann er bara heima með barnið sitt.
Stelpan, hlær kurteisislega yfir þessu nýja kvennréttinda orðalagi "já auðvitað, auðvitað. Og ertu búin að fá stanslaus sms?"
Jenný: Ha? nei, hann er nú vanur að vera með hann.
Stelpan kinnkar kolli með sama kurteisislega brosið "já"
Ég beið eftir að fá svona "en æðislegt" en það kom ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
...eða svona "Æ, en kræuttlegt"...ég heyri svona komment all the time! Mér finnst að þetta verður að breyttist og ég er ein af þeim sem er að vinna gegna svona fordóma.
Hins vegar, nýleg könnun sýnir að Íslenskar karlmenn eru barnvænastir karlmenn á norðurlöndunum!
Skrifa ummæli