fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Kórall dagsins





Madracis mirabilis eða Yellow pencil coral á engilsaxnesku (myndunum stal ég héðan og héðan)

Þetta er algengur kórall á kóralrifjum heimsins. Hann er að finna á 5 - 50 metra dýpi. Á rifum sem snúa að hafinu verður hann allt að 2 metrar í þvermál. Greinarnar eru beinar og gular og minna helst á gulan blýant. Í skjólbetri lónum verður kórallinn stærri eða allt upp í 5 metrar í þvermál og greinarnar þykkari. Eftir því sem greinarnar lengjast þá hopar holdið utan um beinagrindina. Þessi dauði hluti af kóralnum veitir öðrum dýrategunum og þörungum skjól. Þar sem Madracis mirabilis er algengur kórall þá hefur hann verið notaður sem módel í rannsóknir á kórölum, nokkurs konar tilraunakórall.

Engin ummæli: