sunnudagur, október 29, 2006

Ætli Jói Fel baki kökurnar sjálfur?

Ég fékk blogglöngun um daginn, eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir lengi lengi, en hvað gerðist þá? blogger bara bilaður! Þannig að blogglöngunin bara leið hjá. Man ekki hvað ég ætlaði að skrifa, eflaust að hrósa sjálfri mér fyrir að hafa lokið einhverju í sambandi við ferðaplön. Ég fæ alltaf góða tilfinningu þegar ég klára eitthvað í sambandi við ferðaundirbúninginn, finnst ég vera komin einu skrefi nær hitanum í Mehíkó. Ég er næstum því farin að skilja þá ánægju sem Bryndís fær út úr því að gera lista og strika svo yfir hlutina með yfirstrikunarpenna. Ég hef reyndar ekki búið til skriflegan lista, bara andlegan. Þannig að ég notast bara við andlegan yfirstrikunarpenna.

Aldrei þessu vant er ég bara heima hjá mér í góðum fíling á laugardagskvöldi. Mér finnst það voða næs. Kláraði að horfa á aðra seríuna af Extras. Þetta er eini þátturinn sem getur fengið mig til að taka andköf yfir óskamfeilninni í aðalkarakterunum en hlæja samt í leiðinni. Ætli Steve Merchant hafi tíma til að hitta mig þegar ég stoppa í London á leiðinni til Mehíkó? Ég veit það yrði ást við fyrstu sýn, ég meina hvernig getur hann ekki orðið skotinn í mér?

Breki Jennýar og Hlynsson var skírður í dag. Það er þá búið að forða honum frá forgarði helvítis. Ég las samt einhverstaðar að það væri búið að loka þeim stað og öllum börnum bara beint til himnaríkis. Trúleysinginn ég lét samt vera af því að fara með bænir og trúarjátningar. Hugsaði bara fallega til hans Breka litla í staðinn, ég kunni samt ekki við annað en að taka undir sálminn enda ekki svo margir til að syngja. Það var svo boðið upp á ýmislegt gúmmulaði, ég skar mér sneið af gúmmulaði súkkulaðikökunni og hélt að ég væri að fara frekar pent í skurðinn. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að hér var á ferð fimm laga súkkulaðiterta um 20 cm á þykkt. Ég leit vandræðalega í kringum mig til að athuga hvort einhver væri að gefa mér illt auga yfir græðginni, sá að enginn var að horfa þannig að ég flýtti mér aftur í sætið mitt með diskinn í laumi. Sem betur fer sátum við vinahópurinn inní herbergi frá vökulum augum annarra gesta. Ég hélt svo á Breka litla í þriðja skiptið frá því hann fæddist og í annað skiptið sofnaði hann í fanginu á mér. Ég ætla vona að þetta fari ekki að verða trend hjá mér og aðilum af gagnstæða kyninu.

Engin ummæli: