þriðjudagur, mars 14, 2006

Ég fór í spinning tíma áðan, á föstudaginn ákvað ég að horfast í augu við þá staðreynd að ég ætti aldrei eftir að fara reglulega út að hlaupa með kickboxinu. Þannig að ég ákvað að nota mér íþróttastyrkinn og kaupa mér kort í Hreyfingu og fara í spinningtíma þá daga sem ég er ekki í kickboxi. Mömmu finnst ég vera biluð, að vera í kickboxi, badmintoni og fara svo í hjólatíma. En ég held að hún sé að mikla þetta eitthvað fyrir sér, æh ég meina þetta hljómar miklu meira en það er í raun og veru. Badmintonið er nú meira félagslegt heldur en einhver líkamsrækt, kickboxið er bara tvisvar í viku því við Hjördís höfum ekki ennþá komið okkur í framhaldstímana þannig að mig vantaði eitthvað til að gera hina dagana. Og mér fannst bara fínt að vera komin aftur í Hreyfingu, allt gengur eins og smurð vél, leiðbeinendurnir voða pró. En auðvitað vantar heimilislega fílinginn sem er í Pumping iron.
Þegar ég var svo að labba inn í búningsklefann eftir hjólatímann þá sá ég inn í stóra salinn þar sem europop tónlistinn var á fullu og fólk að hoppa einhver spor og veifa höndum og mikið var ég fegin að vera í kickboxinu og þurfa ekki að mæta í þessa leiðindar líkamsræktartíma.

Engin ummæli: