föstudagur, febrúar 10, 2006

eins og Þóra mynnti mig óþægilega á, þá á ég afmæli fljótlega. Ég ákvað að það væri bara eitt að gera til að sætta sig við orðinn hlut og það væri að fagna tímamótunum í taumlausri gleði. Það verður því partý heima hjá mér 4. mars og ég verð því orðin nett kærulaus og eflaust fullkomlega sátt við aldurinn þegar klukkan slær miðnætti og 5. mars afmælisdagurinn sjálfur gengur í garð. Reyndar fæddist ég ekki fyrr en 21:20 þannig að þetta verður síðasta nóttin sem ég get notið þess að segja að ég sé aðeins 26 ára.
Nú partýþemað í ár er rokkarar og grúpíur og á fólk að klæða sig eftir því. Hjördís er að vinna í lagalista en hann inniheldur meðal annars gamla slagara með Guns N' Roses, AC/DC, Aerosmith, Rolling stones, Metallica, Whitesnake, o.fl. Þetta verður sko rokk!

Engin ummæli: