miðvikudagur, janúar 18, 2006
Erla ætlar að halda partý næsta laugardag sem er auðvitað ekkert nema gleði og hamingja. Samt held ég að móður minni fari ekki að standa á sama þar sem dóttir hennar liggur hálf rænulaus í sófanum helgi eftir helgi vegna skemmtanahalds kvöldið áður. En aftur að fyrrnefndu partýi, nú er sú staða komin upp að ég verð sú eina sem mæti makalaus. Já ég sé fram á djamm með 5 pörum, ég reyndi að plata Hjördísi í að vera deitið mitt en fékk dræmar undirtektir. Því lýsi ég hér með eftir deiti fyrir laugardagskvöldið og er þetta því afbragðs tækifæri fyrir leynda aðdáendur að stíga fram, hefja upp raust sína og bjarga mér frá þeim döpru örlögum sem annars bíða mín. Áhugasamir geta sent póst á herdisv hjá gmail.com, fram verður að koma aldur og fyrri störf, helstu kostir og gallar og að sjálfsögðu ljósmynd og greinagóð lýsing á útliti. Öllum verður svarað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli