fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ég er búin að taka þrjár töflur af ibuprofen extra strength með litlum árangri. Á glasinu stendur að það sé hámarks skamtur á sólarhring og að maður eigi að taka eina á 4 klst fresti. Ég tók mínar 3 á einum og hálfum tíma. Ætli Kanadamenn séu næmari fyrir verkjalyfjum heldur en Norðurlandabúar? Þessu kanadísku verkjalyf eru allavega ekki að gera það fyrir mig. Og hvernig getur verið að hámarksskamtur séu aðeins 3 töflur og það ein á 4 klst. fresti. Ég meina 3x4 = 12 og það er bara hálfur sólarhringur, hvað á maður að gera hinn helminginn ef maður er með mikla verki?

Engin ummæli: