þriðjudagur, mars 01, 2005

Jiminn hvað ég er ekki að nenna að fara í verklegt núna á eftir. Bendi á fyrri póst fyrir þá sem vilja vita ástæðuna.

Ég á afmæli núna á laugardaginn, febrúar var svo stuttur í ár að ég fattaði bara ekki hvað það væri stutt í stóra daginn. Afmælinu verður fagnað heima hjá Þóru og vinahóparnir tveir sameinaðir. Sama kvöld er líka árshátíð líffræðinema, sem ég mun ekki fara á. Mig langaði samt að fara og við kindurnar vorum búnar að plana að fara og gera lukku en þá ákvað Haxi að halda árshátíð fyrir 60 manns á Nesjavöllum, lítil stemmning fyrir því, og ekki bara hjá okkur kindunum heldur bara almennt innan líffræðinnar. 2. árið er búið að plana partí og yfir 40 manns eru búin að tilkynna komu sína. Ef ég væri ekki að fara halda mitt eigið partí þar sem ég verð heiðursgestur og miðpunktur athyglinnar þá myndi ég skella mér og draga kindurnar líka.

Það var nóg að gera í félagslífinu síðustu helgi, fór fyrst í útskriftarveislu hjá Ernu kind, þar sem sveitafólkið Gurrí og Sjonni þekktu ekki fyrverandi dýralæknanemann svona fjósagallalausann. Foreldrar Gurríar (sem ég hef hitt a.m.k. tvisvar áður) trúðu því ekki að ég væri sama manneskjan, ástæðan, jú dýralæknaneminn hefði verið svo strákalegur, greinilegt að síða hárið og brjóstin eru ekki að gera nógu góða hluti.
Umkringdar ferðamyndum frá Tælandi og Ástralíu sátum við kindurnar og andvörpuðum ofan í rósavínsglösin að okkur langaði til útlanda.

Næst var ferðinni heitið á Vínbarinn þar sem Sólveig fagnaði sinni útskrift, stelpurnar voru ansi hressar þegar ég mætti á svæðið, og þar gerðum við Þóra mikil afmælisplön.

Svo var rölt upp á Sólon þar sem kindurnar voru að tjútta, fljótlega var ég orðin þreitt þá því að hlaupa undan ljósmyndaranum, blinduð af flassinu, og með rauða bletti fyrir augunum fór ég að hitta hinar stelpurnar sem voru þá að koma út af Kaffibrennslunni. Við fórum á 11 og dönsuðum þar og ég skemmti mér ágætlega þar til ég fattaði að það var búið að stela kápunni minni og þá fannst mér ekkert gaman lengur og fór heim.

Engin ummæli: