Næstu helgi er plönuð vinnuútilega, því við getum bara ekki fengið nóg af hvort öðru í vinnunni. Það er mjög góð þáttaka og útlit fyrir að aðeins tveir komi ekki og þeir eru löglega afsakaðir. Í dag byrjuðum ég og Hugi að vinna að skandala-lista, þ.e. lista yfir hugsanlega skandala. Við byrjuðum á nokkrum auðveldum atriðum eins og hverjir myndu deyja fyrir miðnætti, hverjir drekka minnst (sem er í rauninni enginn skandall... veit ekki afhverju það atriði fór á listann) perri helgarinnar en svo urðum við bara uppiskroppa með hugmyndir og datt bara ekkert djúsí stöff í hug. Það eru nefnilega engir sýnilegir neistar á milli fólks svo okkur datt ekkert höstl í hug, við vitum samt alveg að viss aðili á eftir að káfa á öðrum... Reyndar blönduðust Magnús og Guðný inn í listagerðina en þau höfðu lítið til málanna að leggja og strákarnir inn á tóbaki voru hálf móðgaðir yfir því að fá ekki að sjá listann. En ég meina maður getur ekkert farið að segja fólki frá við hverju maður býst af því.
Það verður svo enginn skortur á áfengi og núna er bara að vona að það rigni ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli