miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ég og Haukur byrjuðum í þarsíðustu viku í napp-keppni. Við byrjuðum á miðvikudegi og ákváðum að spyrja ólíklegasta fólk um skilríki og reyna nappa sem flesta. Við reyndar settum viðmiðið við fólk sem lítur út fyrir að vera yngra en þrítugt, ég meina maður fer ekki að neita einhverju gamalmenninu um afgreiðslu því það geti ekki sýnt fram á að vera orðið tvítugt. Allavega þessi keppni átti bara að standa fram á föstudag, ætluðum að hita okkur upp á miðvikudegi og fimmtudegi en aðal keppnin yrði svo á föstudeginum. Í enda föstududags höfðum við hvorugt nappað og höfðum í rauninni spurt sára fáa um skilríki því allir líklegir kandidatar borguðu með korti (dónarnir) Þannig að við ákváðum að hafa framlengingu á laugardeginum. Ekki gekk betur þá. Vikuna eftir byrjaði ný stelpa hún Hildur og sá Haukur um að þjálfa hana, og sat þar með ekkert á kassa, við ákváðum samt að láta það ekki stoppa keppnina, hann gæti látið Hildi sjá um framkvæmdahliðina en sjálfur haft yfirumsjón með framgangi mála. Svo leið vikan og við héldum að við gætum nú aldeilis nappað fullt af börnum sem ætluðu að versla sér áfengi fyrir útileguna. En nei, öll börnin höfðu haft vit á því að fá sér eldri manneskju til að versla fyrir sig (eða fóru á einhvern annan kassa en til mín eða Hildar) Svo núna er vika númer þrjú hálfnuð og stigalistinn hangir bara tómur og krumpaður í básnum mínum. Staðan Herdís 0 Haukur 0

Engin ummæli: