fimmtudagur, maí 20, 2004
móðir mín sá sig tilneydda til að fjárfesta í bleikum frotte inniskóm fyrir fótkalda dóttur sína. Hún var við það að fá kalsár á lærin eftir að fyrrnefnd dóttir tróð alltaf köldum tánnum undir lærin á henni þar sem hún sat í mesta sakleysi í sófanum og horfði á sjónvarpið. Móðir mín var svo hrifin að þessum bleiku frotte inniskóm að hún keypti sér einnig par svo við mæðgurnar gætum verið eins. En þrátt fyrir þessa fjárfestingu þá hefur móðir mín ekki losnað við klakatær dóttur sinnar, jújú hitinn í tánum nær stundum að skríða rétt undir líkamshita á meðan þær eru í bleiku frotte inniskónum en svo virðist að eina leiðin til að ná upp almennilegum hita í umræddar tær sé utanaðkomandi hitagjafi, þar sem ekki er hiti í baðherbergisgólfinu eins og var á fyrri heimilum dótturinnar og þar gat hún staðið og hlýjað sér á tánum, þá er nærtækasti og hentugasti hitagjafinn lærin á móður minni. Nú er móðir mín farin að tala um lopasokka og hitaflöskur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli