fimmtudagur, maí 20, 2004
ég þarf að vakna klukkan fimm á eftir. Flugið hennar mömmu er klukkan hálf átta og mamma vill vera komin allavega einum og hálfum tíma á undan. Ég verð því glæsileg í vinnunni á morgun, gapandi og geispandi framan í viðskiptavinina. Áðan var ég að kenna mömmu á gömlu myndavélina mína, mamma fékk hana eftir að ég keypti mér digital. Þessi myndavél er algjörlega automatisk, auto flash, þræðir filmuna automatiskt, auto fókus. En ég fór samt í gegnum alla helstu takkana og lét hana setja filmu í og svona, held að mamma ætti nú að getað tekið nokkrar myndir. Það eru samt svolítið mikil læti í myndavélinni, svo virðist sem að ég hafi tekið lítinn part af Ástralíu með í myndavélinni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli