laugardagur, maí 01, 2004
ég finn ekki armböndin mín og beltin mín, búin að leita dyrum og dyngjum án árangurs. Hef ekki hugmynd um hvað ég hef gert við þetta. Hlýt að hafa sett þetta í poka sem hefur svo horfið í fluttningunum. Ég efast um að ég hafi hent þessu bara óvart, því að í pokanum voru þá líka þrjú belti auk armbanda og svo spennur og tvö hálsmen. Annars veit ég ekkert hvort ég setti þetta í poka. Búin að fara í gegnum allar töskur og bakpoka og það er búið að taka upp úr öllum kössum. Ég man hvernig ég pakkaði þessu fyrst, lét dótið bara vera í tauskúffinni sem ég geymdi það í, en svo hætti ég við og setti það eitthvað annað, og ég hef bara ekki hugmynd um hvar. Það er nú margt annað sem hefði mátt misfarast í þessum fluttningum, ég er ekki sátt...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli