þriðjudagur, febrúar 24, 2004

ó mæ gúd hvað ég er þreitt og uppgefin. Var að troða síðustu fötunum ofan í tösku, og þá meina ég troða, ég þurfti bókstaflega að setjast á töskuna til að getað lokað henni, hvernig ég endaði með svona mikið í töskunni er mér hulin ráðgáta þar sem ég ætlaði að senda sem mest með skipinu en taka með það sem ég þyrfti að nota þar til hitt dótið kæmi, og svo var ég að pakka niður áðan og sá bara hluti sem ég hélt ég hefði sett í kassa en einhvern vegin enduðu upp í skáp hjá dótinu sem ég ætlaði að taka með, þannig að ég er búin að tví raða í töskuna og verð að troða snyrtidótinu í bakpokann, og líka það þetta snirtidót, ég sendi fullan kassa af snyrtivörum og henti fullt og samt sit ég hérna með fullan poka af brúsum sem taka geðveikt mikið pláss! Jæja nú er að fara út með ruslið og henta öllum mat. Þetta er nú síðasta bloggið mitt í bili, og síðasta bloggið mitt hér í Osló, hér líkur sem sagt kafla í blogg sögu minni. Vonandi að ég finni enn fyrir bloggþörf á klakanum. Og svo veit ég ekkert hvenær ég fæ nettenginu heim svo ég kveð bara í bili og þakka fyrir samveruna!

Engin ummæli: