æjæj ég verð að fara kippa þessu bloggi í lag, var orðin þreitt á hinu útlitinu, ekki að þetta hér sé eitthvað betra... var bara eitthvað að dútla og nennti ekki að klára. Svo verð ég að fara byrja pakka, er búin að setja sex bækur í kassa, það er allt sem ég er búin að afreka, en málið er að ég nenni ekki að hafa einhverja kassa hérna út um allt að þvælast fyrir mér og svo á ég ekki það mikið dót og mest allt er bara í notkun.
Fór og hitti Elinu á kaffihúsi í gær, hún hafði hugsað sér um að sannfæra mig um að hætta ekki í skólanum, en þegar hún heyrði að ég væri nú með plan og allt saman þá fannst henni þetta bara vera ágætis hugmynd en samt leiðinlegt að missa mig úr skólanum. Allt í allt eru nú 10 hættir í árganginum sem er nú stórt hlutfall þar sem við vorum bara 56 til að byrja með, veit ekki hvort stjórnendur taki það sem tákn að eitthvað sé að kerfinu. Ég og Elin ræddum um að í þessu námi þá væri eiginlega gáfulegast að fólk inni bara verkefni og ritgerðir og safnaði í möppu sem yrði svo metin. En glætan að kennararnir myndu nenna að leggja þá vinnu á sig. Hún bauð mér svo heim til sín á morgun til að fagna Fastelaven sem er víst bolludagur þeirra norðmanna, þannig að ég fæ gotterí á morgun!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli