prófið mikla á morgun... það er mikill ókostur á lærdómshæfileikum mínum að heilinn á mér hreinlega neitar að taka við gagnlegum upplýsingum í bókaformi eftir klukkan 10 á kvöldin. Þannig að ég er búin að gefast upp núna og ætla að fara sofa og vakna afskaplega snemma og reyna að svara nokkrum prófspurningum í viðbót áður en ég fer í prófið á morgun. Ég hef samt náð að læra ágætlega í dag en eins og alltaf vildi ég óska þess að ég hefði einn dag í viðbót, afhverju er þetta alltaf svona, sama hvernig maður skipurleggur lærdóminn þá vantar mann alltaf einn dag í viðbót. Hvernig mér á eftir að ganga á prófinu fer svo eftir því hvaða spurningar koma. Því sumt kann ég voða vel og annað ekki eins vel... Samt finnst mér eins og um leið og ég fer að gera verkefni um eina dýrategund þá fara upplýsingarnar sem ég er ný búin að troða inn í heilann af hinni dýrategundinni að leka út um eyrun. Eins og í dag og í gær þá vissi ég fullt um ketósa hjá kúm og hvað væri gott súrhey og svona en núna er ég ekki eins viss, en eitt veit ég þó kýr geta borðað max 2 kg af kraftfóðri per 100 kg af líkamsþyngd á dag.
bleh ætla aðeins að líta yfir glósurnar úr tilraunadýrunum og atferli, hef ekkert kíkt á það... er reyndar búin að plana að taka bara þann hluta fyrir páska og einbeita mér bara að því að ná næringarfræðihlutanum. Ef það væri ekki fyrir það að allt í einu var ákveðið að stetja restina af Husdyrhygiene bókinni til prófs, það var enginn fyrirlestur fyrir utan einn upprifjunarfyrirlestur síðasta kennsludaginn, þá hefði ég nú alveg lagt metnað minn í að ná báðum hlutunum en þegar allt í einu bætist við þarna heil bók! sem við vorum ekki búin að fá neina kennslu í þá ákvað ég bara að ná næringarfræðihlutanum og taka hitt seinna.
Reyndar fynnst mér skiptingin á þessu prófi vera alveg fáránleg. Næringarfræðin er 65 % og fær maður sér einkun fyrir hana, fyrir það þarf maður að lesa eina bók um fóðrun kúa, eitt hefti um almenna næringarfræði og um vítamín og steinefni upp á 75 bls og annað hefti um fóðrun ýmissa dýra upp á tæplega 200 bls. Svo var líka sett á lista bækur um fóðrun kinda, geita og nautgripa (kjötgripa) en maður átti bara að lesa nokkrar blaðsíður í hverri svo ég var ekkert að kaupa þær, + þetta með kindina er bara djók því við fengum hálfan fyrirlestur um rollur. Fyrir svo hin 35 % sem er þá siðfræði, atferli, husdyrhygiene (Húsdýraumhverfi) og tilraunadýr. Þá er ein bók um siðfræði, ein bók um tilraunadýr og ein bók um húsdýraumhverfi og svo efni frá kennurum um atferli. Mér finnst þetta bara vera ansi mikið efni fyrir ekki stærri hluta af prófinu.
jæja farin að sofa góða nótt! og sá sem nennti að lesa yfir þetta allt er hetja ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli