Eg og Hjordis vorum menningarlegar i dag og forum ad skoda Uxmal. Vid misstum okkur adeins med myndavelina svo tegar eg hef tima ta set eg taer a netid. Annars er eg med svona 200 myndir sem eg a eftir ad hala upp og vidjo, uff.
En ja tad voru allir sorgmaeddir a midvikudaginn tegar vid Pez Maya lidid kvoddumst. Reyndar voru flestir ad fara til Playa svo mesta kvedjustundin var a fimmtudaginn. Eg hitti mokuna mina a hadegi i Playa og hun hropadi upp yfir sig hvad eg vaeri brun og ljoshaerd og naest skipadi hun mer ad fara i vax tvi hun aetladi ekki ad lata sja sig med mer og minum lodnu leggjum. Vid forum svo a hotelid tar sem eg og hitt lidid vorum og hun fekk ad hitta alla. Eg var buin ad kenna ollum munin a Hjordis og Herdis en yfirleitt kom ut einhver blanda og vid vissum ekkert hvora okkar folk var ad avarpa. Mer til mikillar gledi hafdi flest af uppahalds folkinu minu i Pez akvedid ad koma med mer og Hjordisi til Merida, sem sagt litla yndid mitt hann Rob kofafelagi, Beth, Leo og svo Legare (sem er ekki a uppahaldsfolks listanum minum en samt allt i lagi). Svo ad a morgni fimmtudags forum vid sex til Merida. Rob, Beth og Legare aetludu bara ad vera i einn dag en eg og Hjordis i tvo, en Leo atti flug fra Cancun a sunnudag (helt hann) og aetladi til Cancun i dag ad hitta vinkonu sina.
Merida er mjog falleg borg og fraegust fyrir fallegan arkitektur, eitthvad sem for fyrir ofan gard og nedan hja tessum hop af folki. Vid eyddum samt gaerdeginum i mikid labb enda litid annad ad gera herna. Hjordis var samt ordin treitt a okkur Pez Maya folkinu sem vaknar klukkan sex a morgnanna og er farid ad geispa um attaleitid og sofnad klukkan tiu. I morgun vaknadi eg klukkan sex eins og venjulega og la svo upp i rumi til sjo og for ta i sturtu (tvilikur luxus ad hafa rennandi vatn a ny!) svo heyri eg hrop fra Leo og om af samraedum milli hans og Hjordisar og svo kallar Hjordis til min ad drifa mig ur sturtunni tvi Leo turfi ad komast inn a klosett tvi flugid hans fra Cancun se i dag klukkan tvo. Tetta er eins og ad vakna upp a Akureyri og atta sig a tvi a tu eigir flug fra Keflavik eftir 7 tima. Hann hentist tvi i sturtu og svo ut med stuttu knusi bless. Sem sagt engin long kvedjustund. Eg veit ekki ennta hvort hann nadi fluginu. Eg og Hjordis tokum rutu til Uxmal og roltum tar um i sol og hita. Tetta er mjog fallegar rustir, mikid af utskornum myndum og styttum a byggingunum. Tegar vid komum aftur til Merida ta settumst vid inna veitingastad til a borda. Svipurinn a folkinu gaf til kynna ad tangad kaemu aldrei turistar og folk var ekkert feimid vid ad stara og ta serstaklega karlmennirnir, tad voru m.a.s. nokkrir sem stoppudu ut a gotu horfdu a okkur inn a veitingastadnum og komu svo inn. Folkid herna er samt svo pinulitid, hef sed ofaar fullordnar manneskjur sem na mer bara upp i mitti. Eg med mina 180 cm og sida ljosa har styng tvi svolitid i stuf. Hjordis var fljot ad rifa af ser Uxmal armbandi svo ad hun liti ekki ut eins og ferdamadur...
I kvold aeltum vid svo ad taka rutuna til Palenque og verdum komnar tangad a morgun og planid er ad hitta hitt lidid tar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mig langar til útlanda..bý í augnablikinu á skrifstofu 241 uppí Öskju..er alvarlega að spá í að taka bara með mér svefnpoka og dýnu og lúlla hér á næturnar.
Þú verður að lofa að skemmta þér extra vel næsta mánuðinn og vera dugleg að blogga..bara fyrir mig...Eitthvað verð ég að hafa til að lesa mér til upplyftingar þegar þessi blessaða ritgerð er að buga mig.
En það er aðeins mánuður eftir...
Knús.knús
Bryndís ritgerðarkind
Skrifa ummæli