föstudagur, janúar 27, 2006

ég og Hjördís ætlum að fara æfa kick box, það dugar ekkert minna til að koma okkur bollunum í form. Við fórum að kanna aðstæður á líkamsræktarstöðinni sem heitir því frábæra nafni pumping iron, okkur leist bara vel á þannig að á mánudaginn ætlum við að mæta í okkar fyrsta tíma. Það er svo vonandi að þetta nægi til að sparka mér í form, ég hef nefnilega ekkert hreyft mig í vetur fyrir utan badmintonið sem ég spila tvisvar í viku, en þegar maður er svona lélegur og spilar alltaf tvíliðaleik þá sprettur varla fram sviti hjá manni.

Hjördís ætlaði svo að draga mig á Vöku-rokk á Gauknum, ég hélt nú ekki, þvertók fyrir það, sagðist ekki láta sjá mig á neinni skemmtan eða samkomu sem Vaka stæði fyrir. Léti sko ekki kaupa mig með rokktónleikum og ódýrum bjór, það væri nú lítið punk í því.

Engin ummæli: