sunnudagur, júní 20, 2004

kossamenning íslendinga er alveg afleit, við kyssumst sjaldnast þegar við heilsumst nema við einstaka ættingja og við þau tækifæri verður oft ruglingur því íslendingar hafa ekki kossareglur eins og kossaþjóðir hafa. Hér á Íslandi kyssist fólk á hægri eða vinstri kinn og aldrei veit maður á hvora kinnina fólk ætlar að smella kossinum á. Þetta verður því oft vandræðalegt, í svona kossaruglingi lenti ég í útskriftarveislunni í gær, þar ætlaði ég að smella kossi á frænku mína sem var að útskrifast. Eitthvað var frænka mín óviss um hvort hún myndi fá koss í tilefni dagsins svo hún rétt mér bara hendina fyrst en þegar hún sá að það stefndi í að hún fengi nú koss á kinnina þá ákvað hún að snúa hægri kinninni að mér en ég stefndi á þá vinstri, við mættumst sem sagt í miðjunni. Þetta varð þar með aðeins innilegri koss en ég hafði reiknað með og svo hlógum við bara vandræðalega.

Engin ummæli: