fimmtudagur, febrúar 19, 2004

oh hvað ég er ánægð með tölvuna mína :) ligg t.d. núna upp í sófa og blogga híhí

En það var ferði í IKEA í dag, Eyrún lét mig fara eldsnemma á fætur til að taka IKEA businn kl 11 og svo var hún sjálf hálftíma of sein og við rétt náðum í hálf tólf businn. Reyndar var það nú ekki henni að kenna, það var slys svo trikkurinn sat fastur í einhverjar 20 mín. Því að ef eitthvað er á teinunum þá sitja allir trikkar fastir, það er reyndar bara í miðbænum þar sem teinarnir eru á sama stað og bílarnir keyra, annarstaðar hafa þeir sér línu svo bílarnir séu ekki að þvælast fyrir. En ég stóðst hið ultimate IKEA test, ég fór í IKEA til að kaupa stóra pappakassa fyrir fluttningana og ég kom út úr IKEA og hafði þá bara keypt stóra pappakassa fyrir fluttningana, Eyrún hins vegar lét freystast og keypti lítil klakabox aukalega. Svo hélt ég að kassarnir væru ekki svona rosalega stórir þegar þeir væru útflattir og hafði hugsað mér að láta þá bara í ikea pokann minn, en svo kom á daginn að útflattur og óbrotinn saman er kassinn einhverjir 3 fm (ok bara 1 1/2 þá...) og allt of stór til að koma í einhvern ikeapoka svo ég plataði Eyrúnu til að halda í hinn endan og svoleiðis þrömmuðum við um miðbæinn með kassabúntið á milli okkar. Og rosalega verður maður þreittur í puttunum að halda svona utanum í langan tíma, ég missti bara allar fínhreyfingar í langan tíma á eftir. En núna get ég byrjað að pakka, sem er alveg með því leiðinlegra sem ég geri, en ég hef fengið næga æfingu þar sem þetta er nú í 3 sinn sem ég flyt á innan við hálfu ári.

Engin ummæli: