föstudagur, ágúst 29, 2003

jæja bara stórfréttir ég er að flytja!

nei ég fæ ekki íbúðina góðu, það reyndist rétt að það eru bara til tvær svoleiðis íbúðir en í staðin fékk ég að flytja mig upp af fyrstu hæðinni yfir í aðra blokk og upp á áttundu hæð! ég fór að skoða áðan og var fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég sá að geymslan vonda var á sínum stað. Ég verð þá bara að hafa þessa helvítis geymslu inni hjá mér. Veit ekki hvort það sé bara í þessari blokk þar sem íbúðirnar á efri hæðunum eru með geymslu á ganginum. En allavega þá kemst ég af jarðhæðinni og get loksins farið að hafa dregið frá gluggunum. Svo núna er ég bara að fara þrífa og pakka og ætla svo að plata fólk til að hjálpa mér að flytja á morgun.

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

ég er núna búin að sitja fyrir framan tölvuna í klukktíma með það fyrir augunum að byrja á sveitaskýrslunni, þessi klukkutími hefur hins vegar farið í það að lesa email, skrifa email, lesa blogg og núna að blogga! ég hef ekki ennþá lagt í að opna skólapóstinn minn því ég veit að þar er fullt af hlutum sem ég þarf að prenta út, eins og ný og breitt stundaskrá, glósur um meltingafærin og eitthvað fleira leiðinlegt. Svo þarf ég líka að senda email og tilkynna komu mína á námskeið sem hestahópurinn í skólanum stendur fyrir í næstu viku. Þau eru búin að fá konu sem heitir Leslie Desmond og er fræg í hestageiranum til að koma og fjalla um meðhöndlun á erfiðum hestum. æh best að gera það bara núna...
þá er loksins búið að leysa hópa-vandamálið í verklegu. Eftir miklar umræður um hvernig ætti að skipta hópnum og hverja ætti að reyna fá í lið með sér því nokkrir aðrir hópar voru í upplausn þá er niðurstaðan sú að ég, Elise, Maria og Dag Kristoffer erum saman í hóp jájá þið lásuð rétt við náðum að grípa einn strák! nú á ég því miður enga mynd af gripnum en það er í vinnslu.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

og ja tad er bara bølvad kæruleysi i gangi hja mer, bara fylleri a manudegi! Eg for med Marte og Ingvild og vinkonum teirra a fra pub til pub hatidina sem var i Oslo haskolanum i gærkvøld, hun er tannig ad tad er buid ad gera bari ( og svo eru lika nokkrir haskolabarir) ut um allan haskola hja mismunandi deildum og svo atti madur ad træda barina og næla ser i stimpil i leidinni tvi 4 stimplar tittu ad frian adgang i "nachspiel" a einhverjum skemmtistad. Nu audvitad ætladi eg bara rett a kikja og taka svo stræto heim en svo bara for madur fra einum bar yfir a annan og audvitad vard madur ad fa ser bjor a hverjum stad (sem var hræodyr) og adur en eg vissi af var eg buin ad missa af sidasta stræto heim... Eg, Marte og vinur hennar Erik endudum svo a skemmtistadnum og vorum tar til lokadi upp ur 3. Ta vildu tau endilega fara og sja vardskiptin hja høllinni svo vid røltum nidur i bæ og satum fyrir utan høllina til klukkan 4 en ta eru vaktaskipti hja vardmønnunum. Eg kom svo heim um half fimm i morgun, skropadi svo i morgun timann en mætti fersk i diseksjon eftir hadegi tar sem vid vorum ad skoda maga og tarma ur hinum ymsu dyrum. Svo var eg vakin ansi hreint skemmtilega klukkan atta i morgun tegar brunabjallan for i gang, stelpan i ibud nr 105 var ekki vinsæl hja folkinu sem stod uti i nattføtunum.

Svo hitti eg alveg afskaplega leidinlegan strak a einum barnum, hann var einn af teim sem byrjar bara ad tala ensku vid mig, eg hef komist ad tvi ad folk sem byrjar strax ad tala ensku vid mig tegar tad veit ad eg er utlendingur er yfirleitt folk sem heldur ad tad se rosalega gafad, en er tad sjaldnast. Hann hafdi sem sagt mjøg akvednar hugmyndir um Island og islendinga. Tegar hann heyrdi hvad eg het ta fannst honum tetta vera alveg eins og eitthva norna nafn og spurdi hvort eg sem islendingur legdi ekki stund a galdra, nei eg sagdi honum ad eg hefdi nu alveg latid tad vera. Ta for hann ad tala um ad islendingar hefdu galdra gen i ser tvi ad landnemarnir, sem sagt folkid sem fludi fra Noregi, hefdi flest verid gøldrott. Islendingar væru tess vegna mjøg hjatruafullir, tridu a alfa og huldufolk og væru ekki hræddir vid ad profa eitthvad nytt, væru mjøg sjalfstædir en a hinn boginn hefdu einnig verid mikid af trælum a Islandi og tetta hafdi allt blandast saman og tess vegna fyndu Islendingar einnig mikla tørf til undirgefni sem væri astædan fyrir tvi afhverju vid seum alltaf ad sleikja upp Bandarikin. Tar sem svona miklar andstædur væru i edli okkar ta væru flestir islendingar storfurdulegir. Einhvern vegin troudust svo umrædurnar ut i edli mannsins og helt strakurinn tvi fram ad madurinn væri i edli sinu grænmetisæta, eg hlo ta bara og benti honum a ad tad væri okkur bara lifsnaudsynlegt ad fa dyraprotein og tad tyrfti ekki annad en ad lita a tannabygginguna hja okkur til ad sja ad vid erum alætur. Vid vorum svo sem betur fer truflud tegar eg sa mig tilneydda til ad fara telja upp alla ta hørgulsjukdoma sem hann myndi fa ef hann tæki ekki fædubotarefni samhlida algjøru grænmetisfædi. Vid tyndum honum svo ovart a leid okkar yfir a annan bar djø...
ó mæ gúd... úff ég er í sjokki, í líkamlegu og andlegu afalli. Eg for sem sagt adan upp a heilsugæslu og let taka ur mer glerbrotid, tad turfti ad skera i fotinn og svo kreista og kreista *hrollur* og tad var OGEDSLEGA VONT! og eg sem helt i sakleysi minu ad eg myndi nu fa sma staddeyfingu en nei, engin deyfing bara hnifurinn dreginn upp og prikad og kreist tar til glerbrotid nadist ur. Fyrir ta sem ekki vita ta er eg nu buin ad ganga med glerbrot i ilinni i halfan manud, eda sidan i gledinni miklu tegar Ragnhildur og Ingi giftu sig. Eg veit nuna ad eg myndi ekki endast lengi ef verid væri ad pinta ur mer einhverjar upplysingar. ufff...

mánudagur, ágúst 25, 2003

já og hvernig í andskotanum fær maður aftur íslenska stafi...
ég er svekt... það lítur út fyrir að ég fái bara ekkert að flytja. Ég fór á skrifstofuna í morgun til að spyrjast fyrir um íbúðina sem ég er búin að sækja um, lenti þar á einhverri nýrri stelpu sem vissi ekki neitt. Það eina sem hún gat sagt mér var að það væri búið að deila út þessum íbúðum sem ég hafði sótt um, hún gat ekki sagt mér hvort ég fengi sent svar um hvort ég fengi íbúð eða ekki. Held ég fari aftur á morgun og tali við hippann, hann veit manna mest þarna. Svo var Eyrún á skrifstofunni í dag og talaði við hippann, hún er að reyna losna úr þessari fötluðu íbúð sinni, hún meðal annars forvitnaðist um svona íbúð eins og ég hafði sótt um (25 fm, með svefnlofti) hún má ekki fara í svoleiðis því hún er með kærasta en þá sagði hippinn að það væru bara til tvær svoleiðis íbúðir og það byggi einhver í þeim báðum, tvær! hvaða dónaskapur er það að hafa bara tvær svona íbúðir, þeir mættu nú alveg taka það fram á netinu!! allavega þá ætla ég að tala við hippann á morgunn en ég er ekki bjartsýn, enginn séns að fá svona íbúð fyrst það eru bara tvær til. Ég á ekki til orð... tvær... afhverju í andskotanum eru þeir þá að hafa fyrir því að byggja svoleiðis. *hnuss*

Svo dröslaðist ég upp á heilsugæsluna á Blindern til að freista þess að láta fjarlægja glerbrotið úr fætinum á mér, neinei þá hafði bara lokað þar 14:45, hvaða rugl er það. Loka heilsugæslu klukkan korter í þrjú! ég verð þá bara með þetta glerbrot í fætinum á mér áfram og neyðist svo til að skrópa í skólann til að ná fyrir lokunn. Ætli þau heimti ekki að ég panti tíma... er alveg viss um það, fæ svo loksins tíma í næsta mánuði og þarf þá auðvitað að skrópa aftur til að fara. Og ef einhver ætlar að koma með þá gáfulegu athugasemd að hringja til að panta tíma þá gengur það ekki, því þau svara bara í símann svona þrisvar á dag.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Helgin já...

Við Íslendingarnir höfðum ákveðið að hittast á föstudeginum, svona aðalega til að Helga og Eyrún gætu hitt alla, en þær voru að byrja í skólanum. Planið var að fara bara í bæinn um eftirmiðdaginn ef það yrði gott veður en svo var bara rigning. Ég og Eyrún fengum far með Agnesi upp á Kringsja en Helga greyið var eitthvað kvefuð og mætti ekki í skólann. Það var nú aðeins farið að létta til og ættluðu allir að vera bara samferða niður í bæ frá Kringsja. Nema svo settumst við inn í eldhús hjá Hildigunni og Agnesi, seinna komu svo Arnar og Hjalti. Svo var opnaður bjór. Ég hafði nú ekki planað að fara á djammið um kvöldið hvað þá beint eftir skóla og var nú frekar púkaleg til fara. Mér og Eyrúnu var réttur bjór og þar sem ég hafði nú ekki komið með neitt þá ætlaði ég að láta bara þar við sitja, Hildigunnur var nú alltaf að suða í mér og Eyrúnu að labba út í búð að kaupa meiri bjór en þar sem mér langaði max í svona 2 bjóra í viðbót þá nennti ég ekki að labba út í búð fyrir 2 bjóra. Nema hvað Hildigunnur hélt áfram að suða og suða svo 10 mín í sjö (búðin lokar sjö) ákváðum ég og Eyrún að stökkva út í búð, og auðvitað var lokað á nefið á okkur svo við snérum bara tómhentar til baka, og svo sem alveg sáttar við það. Fólkið var nú orðið svangt svo Hildigunnur stökk út í hina búðina, sem er opin lengur en gleymdi að endurnýja áfengissöluleyfið sitt, og keypti kjúkling í allt liðið. Kvöldið fór svo þannig að ég fékk alltaf meiri og meiri bjór og svo gin... Hildigunni langaðir rosalega í bæinn (en engann annan svo sem) svo við enduðum á því að taka síðasta t-banan niður í bæ. Fórum á Galleríet (að ósk Hildigunnar) þar var nú ekkert spes frekar lame tónlist en þar sem við höfðum borgað 80 kr inn þá létum við okkur hafa það að dansa bara við r&b. Við endumst ekki einu sinni fram að lokun og fórum að fá okkur að borða og svo var haldið heim á leið. Myndir frá kvöldinu eru hér

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

úff ég er þreitt... var að koma heim úr skólanum rosalegur dugnaður í mér.

Ástæðan fyrir því að ég bloggaði ekkert í gær, jú ég kom ekki heim fyrr en að verða hálf tólf um kvöldið. Ég var í verklegu í allan gærdag, um morguninn vorum við að skoða munnhol, tungur og tennur (erum að læra um meltingakerfið núna ) og eftir hádegi var haldið áfram með hestalöppina, krufningartíminn eftir hádegi er til þrjú en þar sem þetta gekk e-ð seinlega hjá okkur þá ákváðum við að vera aðeins lengur svo ég var ekki búin fyrr en rúmlega fjögur.
Maria hafði svo spurt mig hvort ég vildi ekki koma með henni að fadderast, hún ætlaði að taka larvegrúbbuna okkar í bæinn og sýna þeim gagnlega staði í Osló. Ég skaust því heim eftir verklegt og fékk mér aðeins að borða og skipti um föt og hitti svo hópinn kl 5 við Kantinuna (matsalurinn) þá voru busarnir að tala um einhverja rugl-fyrirlestra sem voru búnir að vera, en þá kemur einhver kandidat og þykist vera kennari og talar bara um eitthvað bull sem busa greyin glósa niður samviskusamlega, stelpan var að lesa upp úr glósunum sínum og það var nokkuð skondið, smá norskur dýralæknahúmor sem ég ætla ekkert að fara endurtaka hér. Maria mundi nú ekki eftir því að það hefði verið einhver svona fyrirlestur og ég sagði henni að ég myndi ekki vita það því ég hefði ekki skilið neitt fyrstu mánuðina...
Við fórum svo niður í bæ og María sýndi okkur (já mér líka...) hvar aðal lögreglustöðin er, læknavaktin (gagnlegt) og svo auðvitað uppáhalds barina hennar Maríu (mjög mikilvægt) og hvar besta kebabið er í Osló (ennþá mikilvægara) Við fengum okkur smá öl og auðvitað kebab, Maria mælti sérstaklega með shish kebabinu svo það var bara shish kebab á línuna, mjög gott og ódýrt, 33 kr. María fór svo heim því hún var svo þreitt en ég fór með larvene aftur upp í skóla því það var velkomst-bodega, reyndar vissi ég að við værum svona frekar snemma í því (klukkan var 9) en ekki að við værum svo snemma að enginn væri mættur... Elin og Stian voru mætt að gera allt klárt svo ég settist bara hjá þeim en larvene fóru í forspiel (fyrirpartí) svo fór fólk að koma og ég sat við barinn til rúmlega 11 og ákvað þá að vera gáfuð og fara heim. Ég var mikið að spjalla við stelpu sem heitir Ellen og er larve, hún hefur búið á Íslandi í 3 ár og talar alveg fullkomna íslensku, ekki að heyra á henni að hún sé útlendingur alltaf gaman að hitta svona fólk, og fannst mér voða gott að tala smá íslensku eftir alla þessa norsku...

Kjersti sænska konan birtist svo í gær en hún hafði verið með mér og Þórunni í krufningarhóp, ég hafði bara verið búin að ákveða að hún væri hætt og flutt mig yfir til nágrannana (eða þær buðu mér yfir). Þegar hún mætti svo í gær spurði ég hana hvort við ættum ekki bara að skipta okkur niður á hina hópana því það væri eiginlega ekki hægt að vera tveir í krufningarhóp, það er nú ekki mikill hópur... og svo langaði mig bara ekkert til að vera vinna ein með henni því hún er alveg stórfurðuleg og hún féll í öllum prófunum á síðasta ári og er alveg afskaplega lengi að ná hlutunum, það var allt í lagi að hafa hana þarna þegar Þórunn var með því þá vissum við allavega hvað við áttum að gera en Kjersti bara svona fylgdi með. Kjersti skildi nú ekki afhverju við gætum ekki bara verið tvær í "hóp" fannst það alger óþarfi að fara flytja sig yfir á hina hópana, allavega þá setti ég dótið mitt hjá nýja hópnum mínum og svo fór ég upp í lessalinn að sækja anatómiubókina mína og þegar ég kom aftur niður þá var Kjersti sest ein við gamla borðið okkar. Ég hugsaði með mér að hún gæti þá bara verið ein ef hún vildi það frekar en að flytja sig yfir í annan hóp, því ekki nennti ég að vera ein með henni. En stelpunar í mínum hóp fannst nú alveg ómögulegt að Kjersti væri ein en ekki gætum við nú verið 6 í hóp, ég var nú ekkert að segja við stelpurnar fyrir framan Kjersti að ég væri búin að ræða þetta við hana hvort hún vildi ekki bara fara í annan hóp. En þetta endaði með því að Sasja og Tine fluttu sig yfir til Kjersti og ég, Maria og Elise vorum saman að skoða munna og tennur. Í hádegishléinu sagði ég svo stelpunum hvað ég og Kjersti höfðum rætt og þær voru alveg sammála mér að við gætum ekki bara verið tvær í hóp og voru ekki alveg að fatta afhverju hún hafði ekki bara farið yfir á eitthvað annað borð. Þegar kom svo að hestakrufningunni þá var Kjersti greinilega búin að ákveða að vera bara með okkur í hóp, sem gekk nú ekki því þá værum við 6 og við eigum helst að vera 3-5 og 5 er algjört hámark. Þá komu upp umræður hvort við ættum ekki bara að skipta hópnum í tvennt og vera 3 og 3 og var mér farið að líða hálf illa að vera splitta upp verklegu grúbbunni þeirra með því að koma í hópinn og draga með mér þessa ómögulegu konu, það gekk svo ekki því það var ekki til auka fótur og var því bara um eitt að ræða og það væri að einhver myndi flytja sig yfir í annan hóp og ekki var Kjersti að bjóðast til að gera það. Á endanum talað Tine við Kjersti, ég veit ekki hvað hún sagði en allavega þá fór hún yfir í annan hóp.
Kjersti er á mjög svo óræðum aldri, held hún líti út fyrir að vera miklu eldri en hún er, allavega þá er hún öll voðalega tekin í andliti með ofsalega þunnt og lýjulegt hár og hún á alveg afskaplega erfitt með þetta nám og gengur illa að læra, féll eins og fyrr sagði í öllum prófunum síðasta vetur náði svo einhverjum í endurtektarprófunum en er ennþá með fall í hinum. Ég var bara hissa að sjá hana aftur.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

jæja á maður að fara starta þessu bloggi upp á nýtt?

Ég er sem sagt komin aftur til Norge, kom í fyrradag, og skólinn auðvitað byrjaður á fullu. Eftir skólann þvældist ég með þegar verið var að sýna larvene skólalóðina. Súperlarvene (2.árs nemar) sjá um að taka á móti busunum og setja þau inn í hlutina, eru svokallaðir fadder sem...ég veit ekki...útlegst kannski sem lærifaðir..? Svo var búið að skipuleggja ratleik fyrir larve-greyin en ég nennti ekki að hanga í honum á einhverri einni stöð svo ég fór bara heim og rölti svo bara yfir í skólann um kvöldið þar sem ratleikurinn átti að enda því svo var grill og smá gleði í Bodega (skólabarinn) Ég fékk mér smá öl og fór heim rétt upp úr hálf tólf og þá var ennþá gleði í gangi. Mér fannst alger óþarfi að taka kvöldið með trompi svona á mánudegi ég tala nú ekki um þegar það er velkomst-bodega á miðvikudaginn og það er nú mikil gleði. Ég ákvað að prufukeyra nýju digital myndavélina mína og er ég bara afskaplega lukkuleg með hana set myndirnar inn á eftir en ég veit ekki hvort þið hafði áhuga á að sjá svona skólamyndir af fólki sem þið þekkið ekkert.

Í dag vorum við svo að kryfja hestalöpp, vorum með beinagrind af hestalöpp í gær en í dag fengum við bara heila löpp, en þar sem ég var orðin ein eftir af krufningarhópnum mínum (Þórunn hefur ákveðið að fara til Köben og læra að vera mannalæknir og ég held að sænska konan sé bara hætt) allavega þar sem ég ein get ekki myndað hóp þá buðu nágrannar mínir mér að koma bara til þeirra svo núna er ég með Mariu, Tine, Elisu og Sösju í hóp. Sasja mætti nú bara með nýju digitalmyndavélina sína í krufningu í dag og dokumenteraði, við hinar vorum auðvitað mjög vísindalegar og bentum á rétta hluti með hnífunum okkar og pinnsettunum (litlar tangir) Held ég mæti bara með mína á morgun, ekki svo vitlaust að hafa myndir af þessu þegar maður er að lesa fyrir verklega prófið.
Í pásunni fórum við Tine og Sasja að kíkja á lessalinn fyrir 2.árs nemana og rákumst þá á ráðviltar larver á ganginum, þá var búið að flytja einhvern fyrirlestur yfir í sal 5 sem þau vissu ekkert hvar var. "Við þurfum fadder hjelp!" kölluðu þau til okkar. Þar var með í för einn nýr strákur sem hafði komist að því einhver hafði hætt, Sasja brosti sætt til hans og sagði að það væri alltaf gott að fá fleiri stráka í skólann og sérstaklega þegar þeir væru svona sætir. Strákurinn roðnaði og blánaði og horfði á tærnar á sér og þakkaði pent fyrir. hahaha Sasja er stundum alger snilld.

Jæja best að fara líta á þessar myndir....