fimmtudagur, október 31, 2002

tíhí Hjördís ég bara varð að setja þessa mynd inn hahahahaha fyrirgefðu
jájá reyndi að svindla, breytti nokkrum svörum, en ég er ennþá gull því verður greinilega ekki breytt.
hmm... ég virðist vera gull af manni eins og Bryndís og Ólöf

What Element Are You?

Afhverju eru allir alltaf það sama? allir voru gáfnastrumpur um daginn, ekkert sniðugt. Er samt alveg sátt við að vera gull :) hefði ekki viljað vera jah blý...
Þá er ég búin að setja inn gestakort, en þar sem flestir eru nú á Íslandi þá verður ansi þröngt á þingi þar, svo fyrstur kemur fyrstur fær!! ég var svona að hugsa um hvort ég ætti bara að hafa kort af Íslandi en hætti snögglega við því þá gætu sumir ekki verið með. Annars var ég voða dugleg í dag og fór í skólann, ferlega fínt að fara í vefjafræði því kennarinn er Ástrali og ég skil bara allt sem maðurinn segir :)) norsku krakkarnir eru ekki alveg jafn hrifnir að þurfa hlusta á svona útlensku, greyið þau... Og svo til að toppa mig alveg þá las ég um ensím í dag líka jájá svona aðeins að rifja upp.
Fékk flugmiðann minn í pósti í gær, ég lendi mánudaginn 2. desember klukkan 15:45 svo þið getið strax farið að telja niður, reyndar verða nú flestir í próflestri en Hjördís ætlar að reyna koma 7.des og þá getum við tvær verið að slæpast saman, þangað til reyni ég kannski að læra smá fyrir þetta próf sem ég er að fara í um miðjan janúar.

miðvikudagur, október 30, 2002

Jæja ég gafst endanlega upp á gamla skilaboða linknum sem ég var með, var aldrei í lagi og síðan endalaust lengi að hlaðast inn, svo ég hef ákveðið að láta klink-fjölskylduna sjá um mín skilaboð, við sjáum til hvernig það gengur.
Líffræði stelpurnar muna kannski eftir því þegar ég var að hneikslast (einhvern vegin finnst mér þetta ekki rétt skrifað... hneigsluð nei, hneiksluð...) allavegana síðasta vetur var ég að horfa á C.S.I. og komst að því að ég væri kannski orðin of mikið líffræðinörd, í þessum tiltekna þætti segir sæti tilraunastofugæjinn "this is a 62 kilo dalton protein" og það var þýtt "þetta er dalton prótein", við sem erum búnar að læra smá í lífefnafræði hlæjum bara að svona vitleysu því við vitum að dalton er stærðareining ekki einhver tegund af próteini, ekki eins og einhver komi og segi "passaðu nú að hafa nóg af dalton próteinum í fæðunni" jah nema kannski eitthvað heilsuræktar og fæðubótafólk sem veit ekkert í sinn haus, eins og þegar Jenný fór á snyrtivörukynningu og var kynnt fyrir kremi sem var sérstaklega gott fyrir DNA-frumurnar í húðinni, hahahahaha. Nei nú er ég alveg komin út fyrir efnið. Ég var sem sagt að horfa á þennan sama C.S.I. þátt í kvöld (ok noregur er soldið eftirá ég veit) og ekki eru nú norsku þýðendurnir gáfaðari en þeir íslensku, aftur var "this is a 62 kilo dalton protein" þýtt sem "de er en dalton protein", ég aftur alveg yfirmáta hneiksluð á þessari viðvarandi vankunnáttu sem háir þáttaþýðendur fann mig knúna til að setjast niður og skrifa þetta, þar sem ég hef engann til að tala við hérna...

Jáhm og ég sé líka að þótt ég hafi sett þessa líka fínu mynd fyrir gestabókina, bara svona ef orðið "gestabók" hafði farið fram hjá ykkur, þá er fólki greinilega mein illa við að láta aðra vita að það hafi verið hér.

þriðjudagur, október 29, 2002

Þá er annar viðburðaríkur dagur á enda... eða næstum því, klukkan er bara 5. Fór í verklega vefjafræði í dag, mætti reyndar klukkutíma of seint, en það var alveg óvart, var búin að gleyma því að verklegir tímar byrja korter yfir átta á morgnana en ekki korter yfir níu eins og fyrirlestrarnir. En ég missti ekki af neinu, kennarinn var kenna hvernig ætti að stilla smásjárnar fyrsta klukkutímann og eftir að hafa tekið verklega grasafræði, dýrafræði, vefjafræði og örverufræði þá held ég að ég sé nokkuð fær í að koma sýnunum í réttan fókus. Það var nú munur að sitja í verklegri stofu í skóla sem er ekki í algjöru fjársvelti eins og Líffræðideildin í háskólanum, þarna voru tiptop smásjár fyrir alla og hver og einn fékk sinn sýnakassa, ekki eins og í Líffræðinni þar sem 10 manns voru með einn kassa og maður mætti ekki seinna en korteri fyrr í tímann til að berjast um viðunandi smásjá. Svo var þessi líka fíni myndvarpi/skjávarpi og sjónvörp svo kennarinn gat farið vel og vandlega yfir hvert sýni og bent okkur á hvar á sýninu við ættum að leita og að hverju við værum að leita og allir með sama sýni á sama tíma! Eitthvað annað en þegar ég var síðast í vefjafræði og maður fékk ljósrit af rissteikningu frá kennararnum (stundum ekki einu sinni það, þá varð maður að láta sér nægja riss-glæruna á myndvarpanum) Svo stærir íslenska ríkið sig af góðu menntakerfi og góðum aðbúnaði á meðan ég upplifi mig eins og ég komi frá fyrrum sovétríki og á ekki orð yfir því að það séu smásjár fyrir alla og sýni...

Fór og borgaði leiguna í dag, mér finnst ég alltaf vera borga leigu og eins og venjulega þurfti ég að borga 38 kr í þjónustugjald því ég er ekki með norskan bankareikning sem er ekki mér að kenna því norska ríkið hefur ekki ennþá hunskast til að útvega mér norska kennitölu. Kannski ég ætti að senda þeim reiking fyrir öllum þessum þjónustugjöldum sem ég þarf að punga út bara vegna þess að skriffinskan er að fara með norska kerfið, ættu nú að geta eytt einhverju að olíuauðnum í það. En norska ríkið vill ekki láta olíupeningana fara út í hagkerfið því það myndi valda verðbólgu svo í staðinn er allur peningurinn lagður inn á banka og látinn vera þar, Noregur er sem sagt ríkasta land í heimi en getur ekki eytt peningunum.

Ég gleymdi nú að minnast á það, en þegar ég fór um daginn að tékka á þessu norsku námskeiði þá sá ég soldið sem mér fannst vera skrítin sjón, það var ein af þessum slæðustelpum (ein af múslimunum, allt morandi í þeim hérna) og hún var með sína slæðu yfir hárinu en var svo í níþröngum gellu gallabuxum og þröngum bol, í kápu með loðkraga og buffalóskóm... er það bara ég eða finnst einhverjum öðrum það vera einhver mótsögn í þessum klæðaburði?

mánudagur, október 28, 2002

Ég fattaði í gærkvöldi afhverju enginn var mættur að taka til í gær, það var nefnilega búið að breyta yfir í vetrartíma, semsagt búið að færa klukkan aftur um klukkutíma svo ég var í rauninni klukkutíma of snemma. Auðvitað hafði ég ekki hugmynd um þessa breytingu komandi frá landi sem hefur ekki svona daylight saving system. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ennþá smá eftir mig eftir laugardaginn, þreitt í fótunum og með marbletti út um allt og fæ örugglega marblettaábót eftir að hafa verið að flytja borð og stóla í dag. Það var nú bara sól og blíða í dag en samt svolítið kallt, snjórinn er fyrir löngu farinn sem mér finnst alveg ágætt.
Verkamennirnir eru búnir að vera endalaust lengi að helluleggja hérna fyrir utan og ég er að tala um að þetta er lítið svæði og verið að setja stórar hellur svo ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma, setja þeir bara eina hellu á dag eða hvað? En þar sem það er verið að helluleggja þá er fullt af sandi allstaðar sem maður ber svo með sér inn svo það er allt útí sandi inni hjá mér og ég bara ekki undan að sópa.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst fólk ekki alveg nógu duglegt að skrifa í gestabókina mína, svo ef þú lesandi góður ert ekki búinn að staðfesta heimsókn þína hingað þá ertu vinsamlegast beðinn um að gera það núna :)

sunnudagur, október 27, 2002

Jæja þá er þetta Fjösfest búið og ég er svolítið þreitt og þunn. Dagurinn byrjaði á því að við sem áttum að vinna hittumst og röðuðum stólum og borðum og gerðum allt klárt svo áttum við frí til 18, fólkinu var svo hleypt inn uppúr átta og hálf átta byrjuðum við að servera bjór við mikil fagnaðarlæti. Ég og Þórunn vorum saman með eitt borð og vorum kannski aðeins of duglegar að bera vín í fólkið því rúmlega hálf tíu var ein stelpan dáin við borðið okkar, svaf voða vært í stólnum sínum, hvernig er þetta hægt að drepast bara klukkutíma eftir að maður kemur í partíið. Svo fengu allir römmegröt að borða og spekmat en það er ýmsar gerðir af einhverskonar spægipylsu og reyktri skinku, mér fannst nú vera eitthvað lopabragð af flestu en ég lagði ekki í það að smakka römmegröten sem er bara soðinn sýrður rjómi með smjöri og svo er sett út á kanill og sykur, ekki kanilsykur því norðmenn hafa ekki fattað þá list að blanda þessu tvennu saman. Norðmennirnir borðuðu þetta allt með bestu lyst og hrópuðu á eftir manni mer öl! mer gröt! Yfirleitt endar þetta í alsherjar matarslag og þegar við fórum með seinni serveringu af spekmat og graut var okkur ráðlagt að henda þessu bara á borðið og hlaupa! ég gerði það en svo var bara enginn matarslagur, fólk vildi bara borða matinn. Rúmlega tíu fór svo fólk að skríða yfir í Bodega og við gátum farið að ganga frá, sem gekk frekar fljótt fyrir sig því þetta voru bara pappadiskar og plastglös svo við hentum bara öllu og svo var gólfið bara spúlað, mjög hentugt að halda þetta svona í hesthúsinu. Auðvitað stálum við smá bjór og ákavíti og sátum svo nokkrar í stráka búningsherberginu og drukkum, ég sá skáp merktan mér í stelpu búningsherberginu, vissi ekki af honum... þarf núna að fjárfesta í lás. Svo skellti maður sér í gleðina og það var bara hörku stuð, einhver swing hljómsveit sem spilaði hvert snilldar lagið á eftir öðru, en norðmenn dansa bara swing. Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég fór heim en festið var enn í fullum gangi þegar ég ákvað að rölta heim. Svo áttum við að hittast í dag klukkan 15 eða það stóð á planinu og taka til, nú ég mætti, stjörf af þreitu og Reidar og svo ekki fleiri, við röltum yfir í hesthúsið til að athuga hvort fólkið væri þar en neibb enginn þar, ég ákvað þá bara að koma mér heim og sofa aðeins meira en Reidar ætlaði að fara hringja í fólk og athuga hvort þetta væri einhver misskilningur, alveg æstur í að fara taka til.
En það er ekki hægt að skamma mig fyrir að hafa ekki mætt, það á náttúrulega að láta mann vita ef planinu er breytt.

föstudagur, október 25, 2002

Ætla svona aðeins að segja ykkur frá snilldar síðu sem Þóra benti mér á og við sátum í sitthvoru landinu og flissuðum yfir, þannig að ef þið sitjið fyrir framan tölvuna, hundleiðist en nennið ekki að læra og vitið ekkert hvert þið eigið næst að fara á veraldarvefnum þá er hér síða sem hressir bætir og kætir ég mæli eindregið með the predate confidence builder og how to dance properly
Jájá það var drukkinn smá bjór í gærkvöldi, m.a.s. farið í drykkjuleiki og læti svo ég er svolítið þreitt í dag, ég er ennþá á því að leikurinn "ég hef aldrei" er af hinu illa og sérstaklega ef bara 3 eru að spilann. Af einhverjum ástæðum gleymdum við að horfa á Torsdagsklubben, náðum rétt endanum. Ég og Hjalti áttum nú frí í dag en Arnar greyið þurfti að mæta í skólann kl. 8 í morgun að skoða legkökur og fósturhimnur, gaman hjá honum... Þetta er nú meira kæruleysið að drekka svona á fimmtudagskvöldi.
Ég pantaði flugfar heim í gær, nei bíddu við ég á víst heima hér... ég pantaði flugfar til Íslands í gær því ég ætla þangað í heimsókn um jólin. Ég lendi klukkan 15 mánudaginn 2. desember, skólinn er reyndar ekki búinn hjá mér fyrr en 13.des en allt verklegt verður búið og ég hef enga þörf á því að sitja aftur í fyrirlestrum um afritun og umritun, svo verða allir að læra undir próf nema ég og Þórunn sem sagt ekkert gaman að vera hér í Osló. Ætla þess vegna að fara til Íslands og reyna vinna mér inn smá pening og læra fyrir þetta próf sem ég tek um miðjan janúar. Já ég þarf að fara í endurtektarpróf því eins og ég vissi og er núna búin að fá staðfest þá náði ég ekki Dyrenes biologi prófinu, eintóm hamingja. Það verður heldur ekkert úr þessu norskunámskeiði því það er fleiri mánaða biðtími og ég held að eftir fleiri mánuði þá þurfi ég ekkert mikið á norskunámskeiði að halda, svo ég verð bara að halda áfram að láta mér leiðast þangað mér dettur eitthvað nýtt í hug.
Ég gerði smá tilraun með að setja nýjan skilaboðatengil inn en fannst hann ekki eins sniðugur eins og sá gamli svo ég skipti bara aftur. Svo vil ég endilega hvetja alla að skrifa í gestabókina hún er nú hérna til þess :)

fimmtudagur, október 24, 2002

verð að vesenast í þessu bloggi á morgun, strákarnir voru að bjalla hjá mér (þeir velja alltaf svo góðar tímasetningar, stóð nakin í sturtunni í því að fara skrúfa frá vatninu þegar þeir dingluðu) þeir voru að spyrja hvort ég ætlaði ekki að koma og horfa á Torsdagsklubben (norskur skemmtiþáttur) og drekka bjór, svo ég er farin upp að drekka bjór.
ok bloggið ekki alveg í lagi... kemur greinilega bara í smá skömtum...
jeij! bloggið mitt er komið í lag!!!
aðeins að athuga hvort bloggið sé komið í lag

miðvikudagur, október 23, 2002

jæja ætli þetta sé komið í lag....

þriðjudagur, október 22, 2002

er alls ekki sátt, bloggið mitt er bilað, ég get ekki gert neinar breytingar og hvað er þá gaman að þessu! ekki neitt! er bara hundfúl út í blogger *hnusss*
Ég er ekki alveg að skilja hvernig þetta norska kerfi virkar, var að fá sent nýtt debetkort og ég skil alveg að það sé ekkert verið að henda því í pósthólfið hjá mér þar sem þetta er ábyrgðarpóstur og svona þannig að ég fékk bara miða um það að ég ætti bréf og mætti sækja það á tiltekið pósthús gegn skilríkjum, allt í lagi með það ég hélt að þetta væri nú bara hverfispósthúsið og rölti þangað. Sýndi miðann og spurði hvort ég væri ekki á réttum stað, neeei sagði stelpan sem var að afgreiða, ég spurði hvort hún vissi þá hvar þetta pósthús væri, nei hún var nú ekki viss en sem betur fer var þarna Englendingur sem stelpan hafði verið að afgreiða á undan mér og hann gat upplýst mig um hvar pósthúsið væri. Sem sagt svona 10 mínútna rúntur í strætó. Svo ég þurfti bara að fara í ferðalag bara til að ná í eitt bréf!
Það var fundur um Fjösfestið í hádeginu í dag, Arnar var svo góður að setja mig og Þórunni í hópinn sem hann er að stjórna, held hann hafi nú mest gert það fyrir sjálfan sig svo hann hefði einhverja sem hann gæti skipað fyrir á íslensku. En ég er að vinna í matnum á laugadeginum svo ég get hugsanlega joinað í djamminu seinna um nóttina, reyndar á ég að vera í dökkum buxum og hvítri skyrtu... ég á enga hvíta skyrtu, hver gengur í hvítri skyrtu? jæja verð að redda því. Svo þarf ég að taka til á sunnudeginum og svo á minn hópur að skila einhverjum stólum á mánudeginum, bara fullt að gera.
Svo er ég búin að vera velta því fyrir mér hvenær ég á að fara heim, búin að fá tilboð frá flugleiðum lucky fares og get flogið mjög ódýrt ef ég flýg fyrir 13.des og eftir 7.jan. Skólinn er búinn hjá mér 13.des en það sem er farið í síðustu vikurnar er ég búin að læra og það eru engir verklegir tímar svo ég gæti alveg komið heim 4.des... Sé til, ætla fyrst að athuga hvernig er með þetta norskunámskeið sem ég er búin að tala um endalaust lengi en gleymi alltaf að spyrja Hjalta um, fer í það í kvöld.

mánudagur, október 21, 2002

úff hvað ég er búin að tölvunördast mikið í dag, þurfti nú bara að mæta í 45 mín. í skólann í dag, var verið að fara yfir verklega tímann. Mikið er ég fegin að ég teiknaði ekki niðurstöðurnar inná millimetrapappír eins og okkur var sagt að gera heldur skellti þessu bara inní exel og lét tölvuna um þetta, því við þurftum ekkert að skila þessu inn frekar en við vildum þetta var bara svona til að sjá hvort við höfðum verið að gera rétt. Hitti auðvitað Þórunni, við sátum á fremsta bekk beint fyrir framan myndvarpann og þar sem kennarinn var ekki búinn að teikna nein gröf inná glærurnar þá fékk hann að sjá þessi líka fínu gröf sem við vorum búnar að teikna. Ég held að kennarinn sé sænskur... hann talar voða skrýtna norsku og okkur Þórunni finnst alveg ómögulegt að skilja hann, sem er skrítið því mér finnst svo auðvelt að skilja sænsku stelpurnar sem eru með mér í bekk því þær tala svo einfalda norsku. Kannski hann sé bara frá einhverjum afdölum hérna í Noregi og talar þess vegna undarlega dialekt. Foreldrar hennar Þórunnar voru í heimsókn um helgina, pabbi hennar fer í dag en mamma hennar verður þangað til á fimmtudaginn. Veit nú ekki hvar ég ætti að geyma mína gesti ef ég fengi þá, set þá inní gestaherbergið eins og Hjalti stakk uppá. Gestaherbergið mun vera geymsluholan sem var troðið inní íbúðina mína, gestirnir gætu svo sem sofið þar ef þeim þætti í lagi að sofa uppréttir. Æðislegt að hafa svona tveggjaherbergja íbúð!
Var því komin heim úr skólanum rétt rúmlega 10 og auðvitað lagði ég mig þá, svaf allt of lengi og á örugglega ekki eftir að sofna fyrr en um 3 í nótt eins og vanalega, sem er nú svosem allt í lagi þar sem það er enginn skóli þangað til á fimmtudaginn.

Búin að betrumbæta síðuna aðeins, núna opnast linkarnir í öðrum glugga og ég er komin með gestabók! plús þá kann ég að setja íslenska stafi, alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég tók eftir að fólk hefur átt í svolitlum erfiðleikum með broskallana í skilaboðalinknum, muna bara að setja : tvípunkt á eftir :) þá kemur kallinn voða fínn og flottur
Jeij nettengingin komin í lag!! þungu fargi af mér létt
Var að skoða síðuna hjá Fjördísi, hún er ansi öflug í þessu. Ætti kannski að fá mér svona gestabók líka... Verkefni morgundagsins! ef nettengingin verður komin í lag þ.e. get ekki verið tengd í gegnum símalínuna allan daginn.

sunnudagur, október 20, 2002

Vaknaði í morgun og það var bara hvít jörð! bara kominn vetur hér í Osló og enginn smá snjór heldur nokkrir cm af jafnföllnum snjó *hrollur*
Fjárfesti í brauðrist í gær, algjört þarfaþing og fyrst ég var nú þarna í mollinu þá varð ég náttúrulega að kaupa nærföt í H&M svo fór dágóður tími í að setja broskallalink inná skilaboðatengilinn, svo endilega notið hann til að leggja áherslur á tilfinningar ykkar :) . Svo um kvöldið fór ég upp í heimsókn til Hjalta, þar voru einnig Agnes og Daníel, Hrund og Siggi og auðvitað Arnar líka. Frekar rólegt bara. Það fóru í gang umræður um Tómatsósulagið og ég frétti mér til mikillar skelfingar að þetta hræðilega lag er líka vinsælt á Íslandi!! usss hvert er heimurinn að fara... og Hjördís vertu ekkert að hlusta á þetta lag það er bara mannskemmandi og alveg hræðilega hallærislegur (en einfaldur) dans sem fylgir með.
Átti ennþá rólegri dag í dag, eyddi hálfum deginum í að pirrast yfir tölvunni, nettengingin var biluð og er enn svo ég endaði á því að tengjast í gegnum módemið gat bara ekki verið heilan dag án þess að kíkja á netið, ferlegt alveg að vera svona háður. Var nú að kíkja yfir stundaskrána mína fyrir næstu viku, bara voðalítið að gerast, ekki það að ég hefði mætt eitthvað mikið. En það er frí (löglegt) á þriðjudag og miðvikudag. Næsta helgi verður aðeins viðburðaríkari þá er Fjösfest og ég er að vinna. Þetta er víst eitthvað það mesta fyllerí sem maður lendir í með ógeðslegum Norskum "þorramat" sem enginn borðar en er iðulega notaður í matarslag. Arnar sér um skipulag þetta árið og ætlar að sjá til þess að ég sé á fyrri vakt og geti farið á fyllerí seinnipartinn eða svona upp úr hálfeitt, þegar búið er að spúla hestaklinikina (þar sem festið er haldið) og hreinsa af borðum. Þangað til verð ég að servera bjór og ákavíti.

Þóra mín láttu þér nú batna af gubbupestinni :)

föstudagur, október 18, 2002

Fór í verklegt í dag, vorum að mæla ljósgleypni blöndu af próteinum sem við höfðum síjað í gegnum gel. Þarf svo að teikna upp kúrfu til að vita í hvaða glasi hvaða prótein var. Jájá mjög áhugavert... Þetta var svona það sem ég gerði í dag. Það var nú svona vorspiel heima hjá Nínu sem er með mér í bekk núna í kvöld, en ég var ekki að nenna að djamma svo ég fór ekki. Ógeðslega dýrir þessir leigubílar hérna í noregi og ég sem hélt að þeir væru dýrir á Íslandi! Ég bý nú ekki langt frá bænum samt kostar 120 kr. að keyra frá miðbænum og uppá Bjölsen og startgjaldið er 50 kr! ekkert grín að þurfa taka leigubíl ein heim.

fimmtudagur, október 17, 2002

Fór ekki í skólann í dag, frekar en venjulega, nennti ekki að sitja og hlusta á eitthvað sem ég hafði heyrt áður, ef fyrirlestrarnir væru eftir hádegi þá myndi ég örugglega mæta en að fara vakna snemma fyrir eitthvað sem maður kann held ekki! En ég þarf nú að mæta á morgun það er verklegt eftir hádegi sem ég verð að mæta í og það er alltaf ágætt í verklegum tímum. Ég er eiginlega búin að snúa við sólarhringnum sem er ekki alveg nógu gott. Ákvað svo kvöld að banka uppá hjá strákunum bara svona til að hafa einhver mannleg samskipti. Arnar var heima, allur lurkum laminn, hann datt nefnilega á bíl í fyrradag. Var að hjóla og rann ofaní trikk teinana og flaug af hjólinu á eitthvað 30 km hraða á kyrrstæðan sendiferðabíl. Braut afturrúðuna með enninu og beyglaði hurðina með upphandleggnum, kom lögga og sjúkrabíll og alles, en hann slapp frá þessu með vægan heilahristing, brákað rifbein og risastóran marblett á upphandleggnum. Ég var alveg hissa á því að maðurinn væri ekki skorinn í andliti eða marinn eftir að hafa notað ennið til að brjóta bílrúðu. Hjalti kom svo seinna, ennþá bölvað vesen með tölvuna hans og enginn kann að laga hana, svo var drukkinn bjór og hlustað á the ketchup song (sem er nr1 á norska vinsældarlistanum) og den rosa helicopter flutt af tveimur 12 ára sænskum systrum, ég vil taka það fram að ég hafði ekkert með tónlistarval að segja, sumir hafa bara skrítinn tónlistarsmekk. Strákarnir héldu því fram að þeim þætti þetta bara svona skemmtilega hallærislegt, en ég er alveg sannfærð um að þeir eru virkilega að fíla þetta.
Annars verð ég að fara finna mér eitthvað að gera, get ekki verið að hanga svona alla daga, held ég fari á norskunámskeið, um að gera læra þetta tungumál fyrst maður var nú að flytja hingað